Viðar - 01.01.1936, Side 64
50 NÚPSSKÓLI 1906—1936 [Viðai-
hinna góðu manna, sem stutt hafa skólann á þann hátt,
eins og áður er að vikið.
Sr. Sigtryggur fullyrðir, að sér hefði verið ókleift að
halda skólastarfseminni uppi, ef hann og skólinn hefðu
ekki notið slíkrar óeigingjarnrar velvildar frá Kristins
hálfu.
Strax eftir komu sr. Sigtryggs að Núpi var stofnuð þar
Goodtemplarastúka fyrir forgöngu þeirra bræðra, hans
og Kristins. Varð sú félagsstofnun aðal orsök þess, að
skólahús var þar reist, þó að skólahugmynd hér á staðn-
um muni þá jafnframt hafa verið fyrirhuguð. Hefir stúk-
an starfað á Núpi til síðustu tíma og hafa áðurnefndir
bræður, ásamt Birni Guðmundssyni núverandi skóla-
stjóra, verið aðal starfsmenn hennar.
Hér í sveitinni var, áður en stúkan var stofnuð, til fé-
lag, sem hét Bindindisfélag Mýrahrepps. Það var í tveim
deildum. Var st. Gyða stofnuð upp úr ytri deild þess félags,
en árið 1909 var Ungmennafél. Mýrahrepps stofnað upp úr
innri deildinni. Náði það félag samt yfir alla sveitina og
starfar enn í dag og hefir haldið bindindisheit ung-
mennafélaga trúlega. Björn Guðmundsson skólastjóri hef-
ir verið lífið og sálin í félagi þessu, formaður frá byrjun
nær óslitið fram á síðustu ár. Hafa þessi tvö bindindis-
og menningarfélög þannig verið í nánu sambýli við skól-
ann og átt aðalheimili að Núpi. í gegnum þau hafa starfs-
kraítar skólans náð til fleiri unglinga en átt hafa þess
kost að sækja skólann. Mun slík félags- og bindindisstarf-
semi ekki hafa átt lítinn þátt í að auka áhrif skólans,
enda má fullyrða, að áfengis hefir aldrei verið neytt í
skólanum öll þessi ár og tóbaks ekki svo heitið geti, má
einnig segja slíkt hið sama um yngri kynslóðina í Mýra-
hreppi. Mun skólinn ef til vill eiga nokkurn þátt í því, að
Vestfirðingar eru yfirleitt velviljaðir bindindi; samanber
atkvæðagreiðslu um afnám bannlaganna 1934.'
Til þess að sýna fjölþættni menningarstarfsemi þeirrar,
sem tengd hefir verið við skólann, og að skólanum var