Viðar - 01.01.1936, Page 65
Viðarj NÚPSSKÓLI 1906—1936 5Í
ekki ætlaður þröngur bás innan fjögurra veggja, einangr-
aður frá umhverfinu, heldur skyldi hann vera menning-
armiðstöð sveitar og héraðs, er sendi birtu og yl inn 1
fásinni hinna dreifðu heimila, vil ég nefna skemmtisam-
komur, er haldnar hafa verið í skólanum á vegum skól-
ans eða félaga þeirra, sem áður eru nefnd og átt hafa þar
heimili.
I því sambandi má nefna merkilega vel heppnaða sjón-
leikjastarfsemi, er fór fram við skólann þegar á fyrri ár-
um hans og borin var uppi af starfsmönnum skólans,
Kristni á Núpi, konu hans, Rakel Jónsdóttur, og fyrrv.
nemendum, er búsettir voru í nágrenni hans. Húsið var
upphaflega byggt þannig, að hægt var að sýna þar sjón-
leiki við sæmilega aðstöðu. Var starfsemi þessi í mestum
blóma á árunum 1910—15 á vegum áðurn. félaga, er áttu
heimili við skólann. Voru á þessum árum m. a. sýndar
þar í leikformi sögur Jóns Thoroddsen, Maður og kona og
Piltur og stúlka og Borgir Jóns Trausta. Þóttu sýningar
þessar takast svo vel, að leikendur skólans sýndu þetta
einnig í nærliggjandi kauptúnum, Flateyri og Þingeyri,
við ágæta aðsókn. A síðari árum er slík starfsemi meir
bundin við starfandi nemendur skólans og á skólans veg-
um eingöngu, þar sem fámenni sveitaheimilanna varnar
þeim að geta tekið virkan þátt í slíkri menningarstarf-
semi.
Þá vil ég, í sambandi við skólastarfið í víðari merkingu,
minnast á gróðurreitinn Skrúð, er sr. Sigtryggur stofnaði
á fyrstu árum skólans og gaf nafn á 150 ára afmæli kart-
öfluræktarinnar hér á landi, 9. ágúst 1909.
Er Skrúður svo kunnur í nágrenninu og víðar, að ó-
þarft er að fjölyrða um hann. Mun margur utanhéraðs-
maður, sem á leið um Vestfirði, hafa lagt lykkju um leið
sína að Núpi, ekki sízt vegna Skrúðs, enda mun hann með
fegurri og skipulegri trjágörðum á landinu og ber stofn-
anda fagurt vitni um smekkvísi og hirðusemi. Á síðari ár-
um hvílir þó viðhald og umhirðing garðsins engu síður á
4*