Viðar - 01.01.1936, Page 68
54
NÚPSSKÓLI 1906—1936
[Viðar
m. Gróðurhús fyrir blómjurtir er í garðinum, gosbrunnur
í fögrum grashvammi, trjágöng úr gulvíði og bjarkastóð,
annars skiptast þar á matjurtareitir, grasfletir, blómabeð
og trjáraðir og á milli vel lagðir
gangstígir, allt í fögru samræmi
og' ágætri umhirðu. Skrauthlið er
í garðinum neðanverðum úr kjálk-
um af fullorðnum reyðarhval,
veiddum í Framnesi í Dýrafirði.
Skrúður hefir fengið viðurkenn-
ingu úr sjóði Friðriks konungs
VIII., nýtur hann árlega fjárhags-
legrar viðurkenningar frá Búnað-
arfélagi Vestfjarða.
Skrúður er stofnaður í sam-
bandi við skólann og ætlaður hon-
um til eignar á sínum tíma.
Skrúður: aðalhliðið.
Niðurlag.
Tilraun sú, sem gerð hefir hér verið til að skrá sögu
Núpsskólans, getur vegna ýmissa orska ekki skoðast sem
t'ullkomin eða tæmandi lýsing. Hefði verið mjög æskilegt
að geta gert nokkra grein fyrir lífsstarfi og hag gamalla
og nýrra nemenda skólans. Verður fyllri saga væntanlega
skráð á 50 ára afmæli hans. Nokkrar greinar frá nemend-
um skólans, eldri og yngri, fylgja með í þessu riti, sem
fyllri vitnisburður um skólann, en sagður er í þessum
línum. Nokkrar myndir fylgja einnig, til að gera sjón
sögu ríkari.
Að endingu vil ég leyfa mér að tilfæra síðustu setning-
una í áminnztri grein Boga Th. Melsted: „Að Núpi er nú
hin fegursta uppsprettulind á öllum Vestfjörðum“ og óska
þess, að þau fögru orð megi verða sannmæli um ókomnar
a^r’ [Neðri-Hjarðardal, 25. ágúst 1936].