Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 70
5G ÞRÍR NÚPVERJAR [Viðar
ans: menntun, áhuga, fórnfýsi, þrautseigjú og óbilandi
trú á gróðurmagni íslenzkrar æsku og moldar.
Frœðarinn. — Með stuðningi og samvinnu þess manns,
sem nú veitir skólanum forstöðu, tókst síra Sigtryggi að
gera skóla sinn eftirsóttan og vinsælan, ekki eingöngu
með fræðslunni, sem þar fór fram, heldur og sakir menn-
ingaráhrifanna, sem nemendurnir urðu fyrir. Kennslan
náði ekki eingöngu til þroskunar heila, heldur og hjarta-
lags og viljaþreks. Prúðmennska, kjarnmikil og yfirlætis-
iaus hæverska lærist ekki af bókum, heldur umgengni.
Að vita mikið og vilja vel fer ekki ávallt saman. Mennt-
un og fróðleikur eru nátengd hugtök en þó einatt lítt
samræmd. Vizkumeiðir manndóms verða að vökvast frá
Mímisbrunni göfugs hjartalags og siðferðisþroska.
Ég undirritaður, sem hefi verið kosinn af sýslunefnd
Vestur-ísafjarðarsýslu eftirlitsmaður skólans og stjórn-
skipaður prófdómari hans síðastliðin 10 ár, get vel um
það borið, að kunnátta nemenda í almennum fræðigrein-
um hefir verið í bezta lagi, en þó hefir mér meira fundizt
til um menningaráhrif þau, sem þeir hafa orðið fyrir í
skólanum, hátterni þeirra og skyldurækni, löngun þeirra
og áform í að vera „sjálfum sér trúir“ og síðar láta gott af
sér leiða í lífinu. Þetta mótar dugmikla menn, góða drengi
og batnandi.
Skrúður. — Þeir, sem heimsótt hafa Skrúð, munu hafa
veitt því eftirtekt, að það er ekki frjósamasti bletturihn í
Núps-landareign, sem þar hefir verið tekinn til ræktunar.
Þetta vekur sérstakt íhugunarefni. Það er eins og garð-
yrkjumaðurinn hafi með því viljað sýna og sanna að
„hver, sem brýtur sér braut, þarf að bisa við grjót“. Blóm-
skrúð og bætiefni berast mönnum ekki í hendur fyrir-
hafnarlaust.
Heimsækjendur dá elju, atorku og þolgæði, sem þurft
hefir að leggja fram til þess að breyta grjóthvammi í
fyrirmyndar skrúðgarð. Til þess útheimtist og karl-
mennska sameinuð dásamlega bjartsýnni trú á fram-