Viðar - 01.01.1936, Side 71
Viðar] ÞRÍR NÚPVERJAR 57
leiðslumöguleika íslenzks jarðvegs. Fer vel á þeirri
smekkvísi, að láta rækt jarðar haldast í hendur við æsku-
leiðsögn og andans rækt.
Og fyrir mínum huga er jarðvegur sá, sem Skrúður er
upp úr vaxinn, táknmynd um vaxtarmöguleika hverrar
mannssálar, er í hrjóstrum er fædd, vanti ekki skilning,
alúð og kærleika til þess að leysa hana úr læðingi. Slík
lexía er öllum kennurum holl: uppörvun og aflgjafi til
endurnýjaðrar starfsorku og framtaks. Heill sé hverjum
þeim, sem hana gefur með orðum og eftirdæmi.
Bróðirinn. — Kristinn Guðlaugsson, oddviti að Núpi, er
tiidurslaus maður. Hann hefir eigi haft þann sið, að miða
dagsverk sín við kröfu um full „daglaun að kvöldum“.
Fyrir því eru dagsverk hans stærri en flestra annarra
manna.
Alla tíð hefir hann stutt bróður sinn með ráðum og
dáð. Lagt skólanum til ókeypis skólalóð meðan fjárhagur-
inn var þröngur, sýnt velvild og skilning á starfi hans og
verið aðal-talsmaður og hollvinur skólans út á við, bæði
á héraðsfundum og í sýslunefnd.
Meðan framtíð skólans var óráðin, meðan óvíst var,
hvort fyrirhugaður héraðsskóli Vestfjarða yrði reistur á
þeim hornsteini, sem bróðir hans, séra Sigtryggur, hafði
lagt eða önnur ráðabreytni upp tekin, var Kristinn Guð-
laugsson ómissandi talsmaður skólans.
Fyrir hagkvæma atburði í menntamálum, fyrir rögg-'
samlega íhlutun flæðslumálastjórnar og vaxandi skilning
aimennings, varð héraðsskólamálum Vestfirðinga vitur-
lega í höfn komið.
Auk afskipta sinna af skólamálum, mundi nú enginn
kjósa að óhreyfð væru enn þau hin rrörgu hugðarefni' til
þjóðþrifa, sem óðalsbóndi Núps hefir þegar unnið að, né
ógerð væru öll hin meiri háttar menningarmál héraðs og
sveitar, sem hann hefir veitt stuðning sinn.
Núverandi skólastjóri. — Ég hefi ekki við hendina
skýrslur né reikninga um fjárreiður og efnahagsafkomu