Viðar - 01.01.1936, Síða 72
58
ÞRÍR NÚPVERJAR
[Viðar
héraðsskóla landsins. Samt býst ég við, að Núpsskóli sýni
minnstar stofnkostnaðarskuldir þeirra allra.
Undir þá fjárhagsafkomu renna margar stoðir. Fyrst er
sú, að hægra er að styðja en reisa. Þar næst má telja:
höfðingleg afhending fyrrverandi eiganda á eignum eldri
skólans, hagkvæmir samningar við jarðareiganda á jarð-
næði nýja skólanum til handa, hagsýni skólanefndar og
síðast en ekki sízt atfylgja og verkhyggni skólastjóra.
Þótt skólanefnd hafi gert ákvarðanir allar, sagt fyrir
um byggingar, tilhögun og skólahald, hafa framkvæmd-
irnar hvílt á herðum skólastjórans, og æðrulaus styrkur
hans í þessum efnum sem öðrum, hefir aldrei brugðizt.
Öllu hefir hann afkastað með forsjá og fyrirhyggju. Er
þar ýmsu af að taka: nýbygging skólahúss, raforkustöð,
miðstöð, baðstofa og sundlaug innan húss, upphituð með
rafmagni.
Þeim mun meira felst í framkvæmd þessara verka, sem
aðdrættir allir hafa verið erfiðleikum bundnir, þar sem
nú fyrst á þessu ári er bílfært þangað heim og samgöngu-
tæki á sjó af skornum skammti.
Við skólanefndarmenn teljum happ, hve vel tókst til
um eftirmann séra Sigtryggs í skólastjórastöðuna og hve
vel honum hefir tekizt að hafa á hendi forstöðu og yfir-
umsjón með þeim framkvæmdum, sem hér eru taldar,
um leið og við þökkum hlýlega skólastjóranum, Birni
Guðmundssyni 30 ára kennslustarf, sem af öllum, er til
þekkja, er viðurkennt að unnið hafi verið af frábærri
skyldurækni og sannri prýði.
Niðurlag. — Meðan þessar línur eru ritaðar, er opinber-
lega tilkynnt, að Breiðadalsheiðarvegur sé opnaður til
umferðar.
Um leið og þessi vegur tengir saman ísafjarðar-kaupstað
og hinar dreifðu byggðir samnefndrar sýslu og greiðir
götu fyrir margskonar viðskiptum þeirra, samgöngu-þæg-
indum og menningarlífi, verður hann óhjákvæmilega
einnig til þess að auka kynningu á héraðsskóla Vest-