Viðar - 01.01.1936, Side 74
[Viðar
Nokkrar endurminningar.
Eftir Guðlaug Rósinkranz.
..■ q - . • J • ’
Núpsskóli.---— Aðeins nafnið vekur hjá mér hlýjar
endurminningar. Ég var ekki gamall, þegar ég fór að
hugsa til að fara á Núpsskólann og ákvað það, líklega
ekki nema 12 ára. Ég var því léttur í lund, þegar ég haust-
ið 1920 lagði af stað að Núpi, í unglingaskólann. Ekki varð
ég þar heldur fyrir vonbrigðum. Tíminn flaug áfram við
lestur, leiki og ýms störf og fyrr en varði var skólavistin
liðin. Tveir viðburðaríkir og skemmtilegir vetur voru á
enda. Við skólasystkinin áttum nú að hverfa heim, eða
eitthvert út í buskann. Samveran á þessu ánægjulega og
góða skólaheimili hafði gert okkur samrýmd eins og syst-
kini. Það var eins og stór systkinahópur væri að skilja,
þegar við kvöddumst um vorið, og ekki var laust við, að
einstaka lítill vasaklútur vöknaði.
Margar stundir eru mér þar minnisstæðar, þegar við á
dimmum og köldum vetrarkvöldum vorum samankomin
í stóru, notalegu skólastofunni okkar. Úti æddi ískaldur
norðanstormurinn, en inni var hlýtt og bjart. Séra Sig-
tryggur skólastjóri eða Björn kennari sögðu frá einhverju
andans mikilmenni, lásu sögur, kvæði eða sögðu okkur
ferðasögu frá fjarlægu landi. Ýmsar söguhetjur fornsagn-
anna, eins og Njál, Snorra goða, Auði eða Helgu jarlsdótt-
ur fannst okkur við þekkja persónulega, þegar þeir höfðu
lýst lífi þeirra og skýrt viðfangsefni þeirra og baráttu.
Frásagnir af ferðalögum um fjarlæg lönd voru einkar
kærkomnar. Við ferðuðumst með í huganum, gerðum okk-
ur margskonar hugmyndir um útlit landa og þjóða. Fyrr
en varði vorum við í huganum komin langt burt í fjar-
lægð, til ókunnra landa. Allt í einu áttuðum við okkur,
við vorum heima og sátum við gamla borðið okkar í hlýju