Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 75
Viðar]
NOKKRAR ENDURMINNINGAR
61
stofunni. En hjá okkur vaknaði útþrá og löngun til þess
að sjá meira og læra fleira. — Sjálfar kennslustundirnar,
hvort sem það var saga, landafræði, eðlisfræði eða aðrar
námsgreinar, voru ánægjulegar. Við vorum þyrst í fróð-
leik og hver stund færði okkur alltaf einhvern nýjan
fróðleik. Ekki má heldur gleyma þeirri gleði og hressingu,
sem fylgdi leikfimistímunum, dansinum, skauta- og skíða-
ferðum og jafnvel ferðunum niður að geymsluhúsinu við
sjóinn. Allt átti þetta samstarf okkar sinn mikla þátt í að
skapa þann ágæta félagsanda, sem’ávallt ríkti í skólan-
um.
Séra Sigtryggur stjórnaði skólanum með mikilli festu
og öryggi. Hann vildi skóla sínum og nemendum vel og
lagði jafnan sína beztu krafta fram' fyrir skólann, sem
honum hafði með óvenjulegri fórnfýsi og dugnaði tekizt
að koma á laggirnar og reka. Án séra Sigtryggs og hans
einstöku þrautseigju er mjög óvíst, að Vestfirðingar ættu
nokkurn héraðsskóla ennþá. Séra Sigtryggur vildi hafa
áhrif á nemendur sína til góðra hluta. Hann reyndi að
vekja hjá þeim áhuga fyrir hverju góðu málefni, hvatti
þá til djarfrar og drengilegrar framgöngu, en lagði jafn-
framt áherzlu á að gæta jafnan hófs og stillingar og forð-
ast hverskonar hleypidóma og hégóma. Hégómaskapinn
fyrirleit séra Sigtryggur framar flestu öðru. Slíkt átti
illa við svo sannan og heilsteyptan mann. Eru mér marg-
ar stundir minnsstæðar, er skólastjóri stóð við kennara-
púltið, festulegur og góðmannlegur, leit alvarlegum, rann-
sakandi augum yfir hópinn og talaði við okkur um ýms
alvarleg viðfangsefni eða gaf góð og mikilsverð ráð
fyrir framtíðina. Engum gat dulizt af hve miklum inni-
leik var mælt, enda bárum við mikið traust til hans. Ekki
er að efa, að séra Sigtryggur hefir mikil áhrif haft á nem-
endur sína og mótað þá marga að meira eða minna leyti,
enda hefir oft verið sagt um nemendur Núpsskóla, að
þeir beri á sér glögg einkenni skólans.
Ekki þarf þess að geta, að mikilla áhrifa hlýtur að gæta