Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 77
Viðar].
Endurminningar
um Núpsskóla.
i.
Ég var sextán ára gömul þegar ég kom í Núpsskóla.
Þótt landslagið þar stingi að mörgu leyti í stúf við
bernskusköðvar mínar, varð hái hnjúkurinn fyrir ofan
skólann mér þegar kær. Einnig leizt mér vel á skólasystur
mínar, 8 að tölu, en mér var minna gefið um piltana, enda
var ég hálf hrædd og feimin gagnvart þeim hóp. Skóla-
stjóri Sigtryggur Guðlaugsson tók okkur öllum hlýlega,
sömuleiðis Björn Guðmundsson kennari. Allt þetta fannst
mér sjálfsagður hlutur, sem ég gaf ekki frekar gaum að.
Yfirleitt gerði ég mér litla grein fyrir skólanum og starfi
hans; ég var komin til náms og vildi læra mikið. Ég hafði
heldur ekki dvalizt lengi á Núpi, þegar ég sá, að skólinn
gerði fullar kröfur til nams- og starfskrafta minna. En at-
hygli mín drógst nú meir og meir að skólasystkinunum;
ég vildi njóta frjálsræðis, langaði til að dansa og leika
mér, skrifa fyndnar athugasemdir og sólunda tímanum á
ýmsan hátt. Ég las að vísu svo mikið, að ég „gataði“ lítið,
sem kallað er, en samvizka mín sagði mér, að ég hefði
getað gert betur.
Oft fann ég, að yfirborðsáhugi og kunnátta bæði mín
og annarra, stóðust ekki gagnrýni skólastjóra, og hann
reyndi á ýmsan hátt að sjá við undanbrögðum okkar og
hvetja okkur til starfa; en misjafnlega var því tekið, eins
og vænta má af unglingum. Þó skal þess getið, að með
sterkum persónuleika sínum og umhyggju tókst skóla-
stjóra að vekja áhuga okkar frekar en annars hefði orðið.
— Þannig liðu þeir tveir vetur, sem ég dvaldi á Núpi.
Seinna vorið er ég tók próf, var ég töluvert lasin og gat
lítið unnið. Mér gafst því betra næði en ella til að athuga