Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 79
Viðarj ENDURMINNINGAR UM NÚPSSKÓLA 65
væri skólinn eigi það, sem hann er orðinn. En bak við
hversdagsleg störf skólans verður að standa hinn sterki
persónuleiki, strangur gagnvart sjálfum sér og öðrum en
gjafmildur að miðla verðandi æsku af þroska sínum. Slík-
ii' kennarar hafa djúptæk áhrif á nemendur sína, áhrif,
sem eigi hverfa, þótt dvalartíma nemenda við skólann
ljúki. Viðarteinungarnir í Skrúð hafa eigi verið gróður-
settir með minni umhyggju þess vegna, að þeir verða
fyrst eftir mörg ár að fögrum trjám. Sá, sem gróðursetur
tré, vinnur fyrir aðra eins og sá, sem elur upp. En sá einn
er starfinu fyllilega vaxinn, sem verður auðugur við að
gefa, sem verður sterkur við að styðja aðra. Og um leið
að ég minnist þess með þakklæti, sem skólastjórn Núps-
skóla gaf mér, er það einlæg ósk mín, að skólinn megi í
allri framtíð eiga kost slíkra stjórnenda og kennara.
Hverabakkar í Ölfusi, 31. ágúst 1936.
Árný Filippusdóttir frá Hellum.
II.
Það eru nýliðin 15 ár, síðan ég hvarf heimleiðis frá ung-
mennaskólanum á Núpi í Dýrafirði, eftir tveggja ára dvöl.
Ég er þakklátur þeim mönnum, sem hafa boðið mér
rúm fyrir fáeinar minningar mínar frá námsárunum í 30
ára afmælisriti skólans,
Mér er enn mjög í fersku minni dvöl mín á Núpi í
Dýrafirði og kynning mín við kennara og skólasystkini
mín.
Þótt annir hins líðandi dags eigi oft hug minn allan og'
þó að nokkrir skýflókar valdi skuggum á umhverfi starfa
minna, má ég fullyrða, að mjer birtir í hug og hlýnar um
hjarta, jafnan þegar hugurinn reikar til baka og nemur
staðar á þeim hluta minna fáu ára, sem ég dvaldi á ung-
mennaskólanum á Núpi í hópi glaðra og skemmtilegra
skólasystkina og undir handleiðslu ógleymanlegra kenn-
ara.
5