Viðar - 01.01.1936, Síða 80
66
ÉNDURMINNINGAR UM NÚPSSKÓLA
[Viðar
Ég veit ekki, hvernig bezt verður lýst þeim áhrifum,
sem skólinn, í minni tíð, hafði á nemendur sína. Þau hafa
eflaust verið dálítið mismunandi eftir því, hver maðurinn
var.
Ég fyrir mitt leyti dái mest snilli kennaranna í því efni
að gera sérhverja námsgrein að skemmtilegri fagurfræði
og óþvingaðri siðfræði. Smekkvísi með hug og hendi og
trúmennska við starfið skipuðu sannarlega öndvegi í skól-
anum. Nemendum varð það ósjálfrátt nauðsyn að reyna
að rita fagra hönd, lesa vel, ganga prúðmannlega um, tala
ekki ljótt, hugsa vinsamlega um menn og málefni, sýna
samúð og skilning tilfinningum annarra o. s. frv.
Minningar um þennan anda og þessi eigindi skólans
snerta mann vel, ef raktir eru sundur þræðir frá þess-
um dögum. Þó að ekki væru allar þessar kennslu-
greinar, sem ég taldi, á stundaskrá skólans, var menntun
þessi kennd í fyrirmyndum og framkomu kennaranna.
Þeir voru kennimenn, sem kenndu á stéttunum.
Ég ætla, að ég megi fullyrða, að þegar það er að mestu
gleymt, sem í bókunum stendur, muni þó enn fylgja
Núps-mönnum það, sem þeir fengu tileinkað sér af hinum
ósýnilegu námsgreinum.
Síðan ég lauk námi mínu á Núpi, hefi ég oft dáðst að
því, hvað tíminn var vel notaður í skólanum. Mér finnst,
að sú alúð og sú vinna, sem nemendur lögðu við og í verk-
efni sín, eigi sæti á bekk með hinni frægu námfýsi þeirra,
sem lærðu lista-fagra rithönd á hélaða rúðu eða ljósreyk
á gleri.
Ég veit, að námsskilyrði þau, sem æskumönnum þjóð-
arinnar eru boðin í hinum nýju, glæsilegu lýðskólum
landsins, eru miklu betri en þau, sem ég og skólasystkini
mín áttum við að búa á Núpi veturna 1919—20 og 1920—
21, og er það að öllu leyti gleðiefni.
Með skírskotun til þess, sem er sagt hér að framan, flyt
ég nú hinum 30 ára gamla Núpsskóla þá ósk mína, að hin
miklu og góðu áhrif, sem hann hafði á nemendur sína,