Viðar - 01.01.1936, Page 82
6á ENDURMINNINGAR UM NUPSSKÓLA [VÍðar
Námsgreinar voru flestar þær sömu og nú eru kenndar
í unglingaskólum. En þótt hinir góðu kennarar okkar
legðu kapp á, að við lærðum þær sem bezt, þá lögðu þeir
þó enn meiri rækt við að kenna okkur, hvernig við ættum
að lifa fögru og heilbrigðu lífi.
Mér eru enn, og munu alltaf verða, ógleymanlegar marg •
ar stundir frá samverunni með kennurum mínum og
skólasystkinum. Og mér finnst æfinlega, að mánaskin og'
norðurljós hins vestfirzka vetrarkvölds skíni yfir minn-
ingum mínum frá skólaárunum á Núpi.
Það er ábyrgðarmikið starf að vera kennari, ekki sízt
við unglingaskóla, nemendur eru þá á þeim aldri er hugir
þeirra eru opnir fyrir öllum áhirfum, og það er með ó-
blandinni virðingu, að ég votta þeim kennurum mínum
frá Núpi þakkir mínar og traust.
Nú eru allar byggingar á Núpi orðnar veglegri, komin
þar ágæt sundlaug og raflýsing, ásamt ýmsum öðrum
þægindum, og það gleður mig mikið. Ég óska þess, að skól-
inn megi eflast að öllu, sem er gott og að áhrif hans á
nemendurna megi ávallt vera jafn holl og rík og þegar
ég var nemandi þar fyrir 17 árum.
Ég bið svo þessar línur að flytja kennurum mínum og
skólasystkinum kveðjur mínar og þakkir fyrir ótal hug-
Ijúfar samverustundir.
Skálpastöðum, 20. ágúst 1936.
Þórunn Vigfúsdóttir.