Viðar - 01.01.1936, Page 85
Viðar]
Kaflar
úr greinum gamalla nemenda við Núpsskóla.
Moldin.
Frá fyrsta uppruna íslenzku þjóðarinnar hefir hún lif-
að á landbúnaði.
í gróðurfaðmi landsins hefir þjóðin þrifizt og blómgazt.
Þroski gróðursins hefir kennt mönnunum að þekkja og
meta gildi föðurlands síns. Og hugur manna stefnir nú
að því að íhuga, hve landið okkar er ennþá auðugt af
ónumdum svæðum, sem bíða þess að dugandi hendur
hefjist til starfs og launi landi sínu lífgjöfina, eins og það
á skilið.
Þegar við göngum um gróðursælar sléttur, angandi tún
og engi, þá hljótum við að hugsa um alla þá dásemd af
gaumgæfni og jafnframt gera okkur grein fyrir því, hver
vera muni móðir alls þessa gróðurs.
Það er íslenzka moldin, sem hefir fóstrað þjóðina, frá
því að landið byggðist, og það er hún, sem framvegis mun
fóstra hana!
Við moldina eru lífsskilyrðin bundin. Gróðurinn er eitt
af aðalskilyrðum lífsins. Allir munu kannast við, að skiln-
ingur sumra manna á moldinni er svo grunnur, að menn
lítilsvirða hana. Þó hefir þroskinn aukizt á þann hátt, að
nú eru menn fyrir löngu búnir að rannsaka, hvað moldin
er. Og úr því að líf okkar mannanna byggist svona mikið
á henni, þá hljótum við að gera okkur fulla grein fyrir
því, úr hverju hún er gerð.
Gróðurmagn moldarinnar er hið dýrmætasta í jarðveg-
inum. Ekkert berg er svo hart, að það geti ekki molnað
fyrir áhrif margvíslegra afla, sem vinna að því. Vatn síg-
ur í sprungur klettanna. Þegar það frýs fleygar það í