Viðar - 01.01.1936, Síða 86
72
MOLDIN
[Viðar
sundur út frá sprungunum, og svo smækkar bergið smám
saman og mylst öld af öld. Vindur og vatn hjálpast svo að
til að bera þessa mylsnu og núa henni við kletta, svo hún
smækkar í sífellu. Jöklarnir hjálpa einnig til að mylja
grjótið.
En allt er þetta starf sólarinnar, því það er hún, sem
skapar vindana og lyftir vatninu, sem á fjöllin fellur. Og
smátt og smátt leysist bergið sundur og verður að leir.
Önnur grein jarðvegsmyndunarinnar stafar frá jurta-
ríkinu. Rotnaðar jurtaleifar blandast saman við leirinn,
og' svo kemur loft og vatn með margvíslegar verkanir, og
jafnvel ormarnir hjálpa til að gera jarðveginn að góðri
gróðurmold. En stórstígust verður þó hjálp mannanna
með plægingum og áburði og annari jarðyrkju.
Á öndverðri landnámsöld höfðu menn enga þekkingu á
því að efla gróðurinn. ísland var líka gróðurríkt, þegar
það byggðist. Mennirnir létu sér þá nægja að notfæra sér
gæði landsins. Þeir hugleiddu það ekki, að það minnkar,
sem af er tekið, ef það er aldrei endurgoldið. Forfeður
okkar voru of skammsýnir og bjuggu því lítið í hag fyrir
eftirkomendurna. En ekki er það neinn gróðavegur fyrir
okkur að láta sífelldar átölur dynja yfir þá. Það er
heimskulegt. Reynum heldur að bæta fyrir brot þeirra.
Sýnum það í verkinu, að andi okkar er nú þroskaðri og
áhuginn meiri en áður.
-----— Við íslendingar erum með ríkustu þjóðum hér
í álfu að því leyti, sem snertir gnægð landrýmis þess, sem
enn er óunnið og óræktað og bíður þess, að íslenzkar dug-
andi starfshendur taki til starfa. Látum hina vondjörfu
æsku hefja sig til flugs og beita kröftum sínum til sóma
landi sínu og þjóð. Vonum, að sú æska, sem nú hefir gert
þá yfirsjón að flýja burt úr sveitunum sínum til kaup-
staðanna, einungis til að fá meira endurgjald fyrir vinnu
sína, — vonum, að allur sá hópur komi aftur til sveitanna
og leggi krafta sína fram til ræktunar landsins. Þá mundi
glöggt finnast sá mikli munur, sem er á því að dvelja á