Viðar - 01.01.1936, Síða 87
Viðar]
MOLDIN
73
gróðurlausum mölum kaupstaðanna eða í faðmi náttúr-
unnar í sveitunum, þar sem hún vefur mann sínum un-
aðshlýju kærleiksörmum.
„Hin dökka, raka, mjúka mold,
sem mildi sólar hefir þýtt,
hve ann ég þér, hve óska ég mér,
að um þig streymi sumar nýtt.“
Við vitum, að moldin er móðir alls lífs hér á jörðunni,
en ekki sízt er hún móðir íslenzku sveitaheimilanna. Þar
er öll velferð byggð á henni. Hún er grundvöllurinn að
þróun og þroska heimilisins. Hún hefir gert mennina
sterka og mikla og hæfa til að starfa sem hugsandi menn.
Menning þeirra hefir sprottið úr skauti hennar. — — —
Allir hafa þá fegurðartilfinningu að finna, hve það lífg-
ar upp hvert heimili að rækta blóm bæði úti og inni. —
-----Ég get vel sett mig inn í þá gleði, sem fyllir sál hús-
móðurinnar við hið göfuga starf hennar að rækta blóm til
að upplífga og prýða heimili hennar. —• Það fyllir sál
hennar friði og ró og dreifir áhyggjunum frá erfiði því, er
hvílir á herðum hennar.--------
Ef sorg eða andstreymi liggur þungt á hjarta manns, þá
er ekkert annað betra til að dreifa þeim áhyggjum, en að
ganga út í litla blómagarðinn sinn og njóta þar dásemda
náttúrunnar í ilmi blómanna og litskrúði. Það dreifir sorg-
inni. — Ég vil því taka undir með skáldkonunni:
„Þú varma, þögla, mjúka mold,
hve mildur stígur ilmur þinn
til himins upp, er árdags blær
þér úðann strýkur hægt af kinn.“ —
--------Móðirin kennir börnunum að vinna að gróðri
og ræktun á milli þess, sem þau leika sér. Hún lætur þau
t. d. hafa lítið beð í matjurta- og blómagarðinum, til að
beita huganum að. Verður þeim því ljúft að starfa, þegar
kraftarnir aukast, — — ■—•