Viðar - 01.01.1936, Side 88
74
ILLUGI FRÁ BJARGI
[Viðar
----— — Það starf, sem til farsældar leiðir, er ræktun,
ræktun sú, sem allt líf byggist á. Ekki einungis ræktun
jarðarinnar, heldur og hugans, sem þarfnast alltaf þroska
og vaxtar.----— —
Hugur minn svífur hægt og hljóðlega fram í tímann. Ég
vil svala löngun minni ofurlitla stund og skyggnast eins
og í draumi eftir því, hvernig fagurt sveitaheimili muni
líta út í framtíðinni. Hugur minn fyllist óumræðilegri að-
dáun, þegar ég lít yfir verk þeirra, sem hafa unnið vel og
dyggilega að ræktun alls. Ég sé rennslétt tún vel ræktuð,
þar sem áður voru þau þýfð o| gróðursnauð. Falleg íbúð-
arhús gnæfa hátt og við þau eru snotrir jurtagarðar. Allt
ber þess glöggan vott, að hér hafa dugandi hendur lagt
sig fram til að rækta og fegra heimili sín. —
Æskumenn! Tökum saman höndum og vinnum af al-
huga að ræktun og þroska lands og þjóðar, meðan kraft-
arnir endast!
„Hátt sé mark hins unga anda,
ekkert hefti för!
Sækjum áfram, lengra, lengra,
lyft um eina skör!----------“
Jóna GuðmundscLóttir.
Illugi frá Bjargi.
(Brot úr niðurlagi erindis).
-------Það er kominn morgun; sólin er að koma upp.
Geislarnir tindra á fannkrýndum fjöllunum, en niðri í
byggðinni ríkja ennþá skuggar næturinnar.
Úti í Drangey stendur hópur manna. Þar er Þorbjörn
Öngull og förunautar hans. A meðal þeirra sjáum við
ungan mann. Hann er fjötraður, en þó ber hann höfuðið
hátt, hærra öllum hinum, og horfir með djörfung í kring-
um sig hvössum, rannsakandi augum. Svipurinn er bjart-
ur og djarfmannlegur en þó mildur, minnir ósjálfrátt á