Viðar - 01.01.1936, Page 90
76
ILLUGI FRÁ BJARGI
[Viðar
skraf nokkurra manna og öldugjálfrið við ströndina, sem
er eins og bergmál lífsins allt í kring.
„— allt breiddi faðminn við lífinu, laðandi,
landið og hafmið í sólroða baðandi.
Víðfleygar, stórlátar vonir í barminum,
vaskmennistraustið á kraft sinn í arminum.
Oskin að lifa í ljóðsnilld og sögunum
landsins síns, þegar að kvöldaði dögunum." —
Illugi á í baráttu við sjálfan sig. Hann á að velja milli
lífs og dauða, sæmdar og vansæmdar. Það er örlagaríkt
spor, sem hann verður að stíga, í hvora áttina sem er —
spor, sem ekki verður aftur tekið og annaðhvort hlýtur
að valda heiðri eða skömm. En hann velur hiklaust og
djarflega:
„Engin von er þér þess, að ég vilji það til lífs mér vinna
'að vera slíkur ódrengur sem þú. Er það skjótt af að segja,
að enginn skal yður óþarfari en ég, ef ég lifi!“
Teningnum er kastað. Illugi velur dauðann, dauða lík-
amans, líf sæmdar sinnar og heiðurs. Þá er Þorbjörn í
efa um, hvort hann eigi að sleppa Illuga eða ekki. Það er
víst ekki laust við, að bóli á samvizkubiti hjá honum, en
þó þorir hann ekki að eiga Illuga yfir höfði sér.
Þegar Illuga var birtur dauðadómurinn, þá hlær hann.
í þeim hlátri bergmálar storkandi lítilsvirðing á líf-
hræðslu og manndómsleysi Þorbjarnar:
„Nú réðuð þér það af, er mér var nær skapi.“
Þannig lauk Illugi lífi sínu. Hlutverk hans í lífinu var
stórt, en það valdi hann sér af fúsum vilja. Markið hans
var varði drengskapar og dáða. Því marki náði hann með
dauða sínum. Hann fórnaði lífi sínu í þjónustu konungs
lífsins, kærleikans. Hann lifði fyrir þá göfugu hugsjón að
„létta byrði bróður síns.“ Hann vinnur kærleiksverk án
þess að hann verði þess var, vinnur það sem sjálfsagða
skyldu, er drenglyndi hans leggur honum á herðar. —
Það hefir verið sagt um íslendinga, að þeir væru dreng-