Viðar - 01.01.1936, Page 91
Viðar] GULL OG HAMINGJA (FÁFNISGULLIÐ) 77
lynd þjóð. Þetta hefir sannazt og sannast enn. Saga þjóð-
arinnar geymir minningar margra manna, sem hafa vakið
aðdáun og tilbeiðslu æskunnar á öllum tímum með dreng-
lyndi sínu. Fremstan þeirra allra tel ég þó Illuga frá
Bjargi. Hvar sem við lítum yfir hinn stutta æfiferil hans,
verður fyrir okkur tápmikið drenglyndi, stórhuga æsku-
mannssál. Hvergi finnst neitt, sem kastað geti skugga á
drenglyndi hans. Stærstur er hann þó, þegar hann geng-
ur út í dauðann fyrir drenglyndi sitt með bros á vörum,
sannfærður um, að sú eina leið sé sannri manndáð sam-
boðin. —• — —
Illugi ætti að vera fulltrúi og fyrirmynd íslenzkrar
æsku. Mynd hinnar átján ára gömlu hetju, sem hiklaust
gengur út í dauðann fyrir sæmd sína, ætti að vera greypt
í sál hvers einasta æskumanns.--------Þá er ég viss um,
að þeim fjölgaði, íslendingunum, sem með réttu gætu til-
einkað sér orðin hans Stefáns G., þar sem hann svo dá-
samlega leggur fram alla lífsstefnu Illuga:
— „Hagsmun á sjálfhlífnis verðlagsskrá valdi’ ekki
viljinn hans ungi, og kostnaðinn taldi’ ekki.“ —
— — — Ég hygg, að Illuga verði aldrei betur lýst en í
þessu kvæði Stefáns, sem hann tileinkar minningu hans.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hjarðardal.
Gull og hamingja (Fáfnisgullið).
(Brot úr framsöguæfingu).
--------Allsstaðar í tilverunni, hvar sem litið er, berj-
ast tvö andstæð öfl. í sálu hvers einstaklings berjast tvö
höfuð-öfl, gott og illt. Öfl, sem móta daglega breytni hans
og störf. En störfin skapa honum gæfuna og gengið, í
þessu lífi og öðru. Þetta sama kemur fram í Völuspá. Allt
líf á upptök sín að rekja til þess, sem gott er og fullkomið,
til goðanna. Þau voru fyrirmyndirnar og sköpuðu því far-
sældina í heimi manna,