Viðar - 01.01.1936, Page 92
78 GULL OG HAMINGJA (FÁFNISGULLIÐ) [Viðar
í fyrstunni var allt gott og fagurt. Guðir og menn voru
syndlausir. En syndin, sem alltaf situr á svikráðum, læð-
ist inn í Ásgarð í líki þursameyjanna þriggja og sezt þar
að, þrátt fyrir nokkrar tilraunir til að vísa þeim á brott.
Hún lamar réttlætiskennd goðanna og þróast með þeim í
daglegu lífi og starfi. Við það vex hinum illu öflum alltaf
ásmegin, og tilveran verður morandi af syndum og vonzku
guða og manna. Verður harmadalur, í orðsins fyllstu
merkingu.
Bræðr munu berjask
og að bönum verðask,
munu systrungar
syfjum spilla“ o. s. frv.
Það er sérstaklega eftirtektarvert, að ein af þursameyj-
unum er látin heita Gullveig. Og það er hún, sem hat-
römmust er og verst að yfirstíga og veldur mestri bölvun
eða er frumorsök allra annarra synda. En Gullveig er
ekkert annað en persónugerfi ágirndarinnar. Gullinn
drykkur — gullþorsti. Æsir bergja á hinum gullna veig
og þyrstir æ því meir. Þeir girnast nú meir en þeir þurfa.
Ágirndin hefir fest þar rætur. Þeir eru látnir finna til
sektar sinnar og synda og berjast við þetta áður óþekkta
afl í sálum sínum. Þeir
„Gullveigu geirum studdu
ok í Höll Háars
hána brenndu.“
En þrisvar gengur Gullveig aftur. Bersýnilegt er, að þá er
látið skorta afl til þess að lyfta af sér farginu,-og að lok-
um leggst það á þá eins og mara, sem þeir eru dæmdir
til að bera meðan heimurmn er við líði. Höfundur Vöiu-
spár segir hér líkingafulla goðasögu, þjóðsögu, sem er
magnþrungin siðferðisprédikun til samtíðarinnar, þótt hér
sé bent á það, sem miður fer í lífi fyrirmyndanna.