Viðar - 01.01.1936, Page 93
Viðarj GULL OG HAMINGJA (FÁFNISGULLIÐ)
79
Saga Fáfnisgullsins og oturgjaldanna, sem ég hefi hér
rakið í aðalatriðum, er þjóðsaga, sem að mínu áliti hefir
að geyma einn stórfenglegasta sannleikann, sem til er í
fornbókmenntum okkar. Hvernig hún hefir myndazt, veit
ég ekki og líklega enginn. Hún er ofin úr sannleiksþrá og
ímyndunarafli leitandi mannsanda og einhverju af sann-
sögulegum persónum og viðburðum, sem geymzt hafa frá
fyrri tímum.
Það dylst engum, sem les sögu oturgjaldanna og Völu-
spá, að mikið samband er á milli þeirra skoðana, sem þar
koma fram. Völuspá er saga allrar tilverunnar, en saga
oturgjaldanna er saga þeirrar syndar, sem komin er frá
goðunum og þróaðist fyrst í garði þeirra, svo sem sagt er
frá í Völuspá. í báðum tilfellunum er gullþorstinn aðal-
atriðið. Gullþorsti goða er orsök gullþorsta manna, og á-
hrifin af syndinni verða þeim mun stórfenglegri í Völu-
spá, að þar ferst öll tilveran, en í sögu oturgjaldanna
verður gullið öllum að bana, sem það eiga, og niðjum
þeirra.
Sama hugmyndin gengur gegnum báðar lýsingarnar.
Ágirndin er undirrót alls ills. Gullþorstinn veldur öllu
bölvi. — Við vitum, að öld Ásatrúarinnar var jafnframt
öld einkahyggjunnar. Þá var auðsöfnun einstaklinga rek-
in með ofurkappi og lítilli samúð með annarra hag, svo
sem víkingaöldin ber ljóst vitni um. Því er það merkilegt,
að til skuli vera á þessum tíma menn, sem eiga sammerkt
i því að víta auðsöfnun og telja hana undirrót alls þess,
sem miður fer í lífi manna og goða. En það kemur ótví-
rætt fram í sögunum um Gullveigu og Fáfnisgullið. Van-
trúin á mátt auðsins skín glöggt út úr þessum vísuorðum
Hávamála:
„Fullar grindr
sák fyrir Fitjungs sonum
nú bera þeir vánar völ;
svá es auðr
hann es valtastr vina“, og