Viðar - 01.01.1936, Page 99
Viðar]
Kveðja.
Eftir Björn Guðmundsson.
Hér gefst mér tækifæri, — máske það eina, — til þess
að ná til ykkar allra, nemendur mínir, eldri og yngri frá
Núpi. — Mér finnst, að ég geti ekki annað en gripið það,
sama sem á síðustu stundu þriðja áratugsins, sem skólinn
hefir starfað, — til þess að senda ykkur kveðju og þakkir
fyrir samverustundirnar.
Það mun vera sameiginlegt öllum hugsandi ungmenn-
um að sjá framtíð sína í meira eður minna glæsilegum
hillingum, einkum er menn hafa stigið það alvarlega og
þýðingarmikla spor að velja sér lífsstöðu. Það er nátt-
úrulögmál, að bjart sé yfir þeim draumsjónum, því þær
eiga að hvetja gönguna fram á leið, að settu marki, en
lífslán eitt telja menn fólgið í því að sigra erfiðleikana,
er á leiðinni kunna að vera og fá að lokum uppfyllingu
vona sinna og óska.
Þegar ég var að leggja út á kennarastarfs-brautina, var
einna glæsilegastur draumurinn sá, að sjá hóp hrifinna
og þekkingarþyrstra barna og ungmenna umhverfis mig,
hrifinna af háleitum sannindum og dýrð og dásemdum
lífsins, — svo „vöknaði nærri um auga.ý
Ég þakka ykkur, nemendur mínir, fyrir það, að þessa
hefi ég notið raunverulega, að þessi æskudraumur minn
hefir orðið veruleiki.
Minningar liðinna ára eru margar og verða ekki raktar
hér, en heildaráhrif þeirra eru hugljúf og góð og kær-
komin eins og sólargeisli. Ég þakka ykkur þær allar inni-
lega.
Það hefir glatt mig mjög er ég hefi frétt, að þið hafið
getið ykkur góðan orðstír í öðrum skólum og — í skóla
lífsins.