Viðar - 01.01.1936, Page 101
Viðai']
Síðustu orð.
Eftir séra Sigtrygg Guðlaugsson.
Þrjátíu ár eru liðin síðan farið var að efna til ung-
mennaskóla (svo nefnds þá) á Nupi í Dýrafirði. — Verið
er nú að viða að til minningar um upptök hans og starf.
Þótt mér gefist kostur á að „leggja þar orð í belg“, þá
verða þau fá. Ég læt öðrum eftir að leggja dóm á það
starf, og þegar flestir eða allir, sem taka til máls, munu
styðjast við eigin sjón og reynslu, þá læt ég mér lynda
orð þeirra að innleggi í skólasögu vora.
Hljóðlega líða nú endurminningarnar um í huga mín-
Um, eins og mjúkur kveldblær að hausti, er færir ilm frá
sumargróðri yfir dreymandi drótt, og mér finnst ég skuld-
bundinn til að vitna og gera svolitla grein fyrir eðli þess
ilms og áhrifum hans á draumró mína nú.
Vinur minn einn, sem litið hafði á viðfangsefni mitt
skólanum viðvíkjandi, talaði svo, sem hann vildi segja
mér: „lnndæl er unnin þraut“. Vil ég nú votta það, að mér
hefir hér aldrei verið um neina eiginlega þraut að ræðá,
heldur margar vekjandi og lífgandi upphvatningar. Ég
vík þó eigi sérstaklega að þeirri unun, sem ástúðleg sam-
vist og samvinna með nemendum má veita kennara, né
að hugulsömum og greiðviknum gjöfum góðra vina. Hvors
tveggja hefi ég notið og vil þakka af hjarta. En ég minn-
ist þeirrar hjálpar, sem eiginlega varð þess valdandi, að
nokkuð varð verulegt úr þessu skólastarfi og sem fram-
hald þess studdist við. Einstakir menn eiga þar hlut að
máli. Skulu þeir nú nefndir eftir röð framkomu þeirra.
Kristinn Guðlaugsson, bróðir minn, var kom-
inn hingað til Vestfjarða 10—12 árum á undan mér. Hann
kom til þess að hjálpa bændunum að rœkta jarðir sínar,
en ungur og áhugasamur lét hann sér ekki síður annt um