Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 102
88
SIÐUSTU ORÐ
[Viðar
að rœkta hugarakur up'pvaxandi kynslóðar. Hann gerðist
strax barnakennari á vetrum, og er breyttist um stöðu og
starf, tók hann unglinga til náms á heimili sitt. Auk þess
glœddi hann með félagsstofnunum og samfundum áhuga á
fögrum og góðum menningarefnum. — Þetta varð vafa-
laust hollur undirbúningur. — Hann varð valdandi komu
minnar hingað vestur, og það meðfram í skyldu augna-
miði. Aðal hvöt og framkvæmd átti hann, að hús aðseturs
skóla var reist við hlið bœjar hans, og þótti þá stórræði
œði mikið. Síðan hefir hann, í fœstum orðum sagt, eins og
fóstrað fyrirtœkið; veitt því Ijós, — bókstaflega í raforku-
gjöf til skólans á eignarjörð sinni, án þess að nokkuð hafi
verið hœgt að endurgjalda honum óhjákvæmilega átröð
af starfinu.
B j ör n Guðmundsson, samkennari minn, kom frá
skólaborðinu í sama mund sem skólinn tók til starfa. Það
reyndist brátt, að mér var ómögulegt einum og í hjáverk-
um að sinna skólanum svo lag vœri á, einkum er ernbætt-
isstarf mitt heimtaði heimanveru ósjaldan. Ég veit ekki
líkur, að mér hefði hlotnazt annar samverka- og. stað-
göngumaður heppilegri en þessi, er setti sér að fylgja í
ollu ákvörðunum mínum, eins að mér fjarverandi, svo að
starf okkar mátti heita samgróin eining, sem lipurð hans
og Ijúfmennska gerði líka vinsælt meðal nemenda.
H j altlína Guðjónsdóttir, kona mín, kom síð-
ar til málanna. Þótt hún tæki eiginlega ekki þátt í skóla-
stjórn eins og B. G., þá samt var hún mín hœgri hönd í
undirbúningi öllum og umhirðu til skólahaldsins ár hvert.
Kom mér það sérstaklega vel, er orka mín tók fremur að
þreytast. Þar hjá var líka kennsla hennar og umgengni
við kvenhlið skólans, og ef um sjúkleik var að rœða, mér
verulegur léttir og skólanum dýrmætar. — En einkum er
það starf hennar við gróðrarreitinn „Skrúð“, sem gaf
þeirri grein nýjan gróður og svip og bœtti að ýmsu úr
vanhirðu minni, er hefir valdið henni miklu erfiði og oft
í misjöfnu veðri.