Viðar - 01.01.1936, Page 104
[Viðar
Héraðsskólarnir
og framtíð þeirra.
Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu.
I.
Útgáfustjórn héraðsskólaritsins hefir gefið mér kost á
að rita í þennan árg. greinarkorn um málefni héraðsskól-
anna. Ég vel mér það viðfangsefni að ræða um framtíð
skólanna og byggi þar á undangenginni reynslu.
Þegar Sigurður Nordal hafði heimsótt einn hinn elzta
af héraðsskólunum, sem fengið hafði ný húsakynni og bjó
við hverahita, lét hann orð falla í þá átt, að í héraðsskól-
unum einum hefðu íslendingar gert nokkra nýjung í
skólamálum; allt annað væri innflutt og eftirlíking.
Ég hygg að þetta sé satt, og að það muni síðar verða
viðurkennt, að héraðsskólarnir íslenzku séu í sinni röð
mjög frumleg og alveg óvenjulega merkileg framkvæmd
í þjóðlífi íslendinga.
Ég tel héraðsskólana sex, Eiðaskóla í þeim hópi, þó að
hann sé af sögulegum ástæðum háður sérstakri löggjöf.
Af þessum sex skólum búa fjórir við hverahita en tveir
við raforku. Sá stórhugur, sem kemur fram í því, að nú
er búið að reisa sundlaug, hitaða með raforku að Núpi og
önnur á leiðinni við Eiðaskóla, er eingöngu að þakka
samanburði við hina skólana, sem njóta jarðhitans. Nem-
endahúsið á Hvanneyri, sem var byggt skömmu fyrir
heimsstyrjöldina, er gott dæmi um það, hverju hæfilegt
þótti að verja æskulýðnum til handa, áður en héraðsskóla-
hreyfingin kom til sögunnar. *
Ég hygg, að á næstu tíu árum muni bætast við tveir
eða þrír fremur litlir héraðsskólar í hópinn í héruðum,