Viðar - 01.01.1936, Síða 105
Viðai-] HÉRAÐSSKÓLARNIR OG FRAMTÍÐ ÞEIRRA
91
þar sem skilyrði eru góð, m. a. jarðhiti. Því að jarðhitinn
er í raun og veru algerleg undirstaða þess, að héraðs-
skólar íslendinga hafa fengið sína sérstöðu og sinn sér-
staka glæsimennskubrag.
II.
Héraðsskólarnir allir, eða nálega allir, hafa í fram-
kvæmdinni fengið nýtt verkefni, sem ekki var beinlínis
hægt að gera ráð fyrir um leið og bygging þeirra hófst.
Þeir eru nú aðal gistihús landsins, utan kaupstaðanna,
og sumir á leið með að verða eftirsóttir bað- og hress-
ingarstaðir fyrir sumargesti. Ef ísland á að geta orðið
ferðamannaland með nokkrum fjárhagslegum árangri, þá
byggist það að verulegu leyti á því, að héraðsskólarnir
verði hver í sinni sveit aðal dvalarstaðir hinna erlendu
gesta. Auk þess verða héraðsskólarnir að sjálfsögðu
heimili fyrir allar meiri háttar hátíðlegar samkomur,
hver í sínu héraði. Þar verða samkomur ungu kynslóðar-
innar, húsmæðranna og bændanna. Þegar Reykholtsskóli
tók til starfa, lét ég þess getið í ræðu, að héraðsskólarnir
myndu verða hliðstæðir hinum fögru ráðhúsum í stór-
borgunum. Þar yrðu jafnan haldnar hinar virðulegustu
samkomur byggðarinnar.
III.
En þó að þetta sé mikilsverð hlið á málinu, þá er hún
ekki aðalatriði. Meginhlutverk héraðsskólanna er að taka
á móti æskulýð landsins, temja hann og manna á marg-
víslegan hátt með það takmark fyrir augum, að æsku-
mennirnir, konur og karlar, verði vegna skólaverunnar,
meiri og betri menn, duglegri að vinna líkamlega og and-
lega vinnu, reglusamari um skaðlegar nautnir, fullkomn-
ari til að veita forstöðu heimili og nýtari borgarar í
mannfélaginu, heldur en þeir hefðu orðið án slíkrar