Viðar - 01.01.1936, Page 106
92 HÉRAÐSSKÓLARNIR OG FRAMTÍÐ ÞEIRRA [Viðar
skólagöngu. Enn er erfitt að segja um fenginn árangur,
því skólarnir hafa starfað skamma stund. Verður þó síðar
í þessari grein leitazt við að meta þenna árangur eftir því,
sem föng eru á.
IV.
Einn af athafnamestu kaupfélagsstjórum landsins, sem
mjög hefir staðið að stórum framkvæmdum, sagði eitt
sinn við mig, að það væri sér jafnan mikil hressing að
aka framhjá hinum nýju og myndarlegu stórbyggingum
á Laugum og Reykholti, er hann ætti leið um. Honum
fannst það rneir en lítil ánægja fyrir menn, sem starfa
að viðreisn þjóðarinnar, er þeir sjá þessi glæsilegu höfuð-
ból íslenzkrar menningar rísa meðal dreifðra býla í ís-
lenzkum sveitum. En þá vaknar eðlilega spurningin:
Hver breyting varð á þjóðlífi íslendinga, sem kom þjóð-
inni til að stefna svo hátt í uppeldismálum byggðanna?
Af hverju stafar munurinn á kennslustofum og nemenda-
íbúð á Hvanneyri og Reykholti, svo nefndir séu' tveir
sveitaskólar í sama héraði en frá mismunandi tímum?
Munurinn liggur í því, að embættismenn, sem töldu
sig yfirstétt, réðu skipulagi hinna eldri sveitaskóla og
miðuðu þá við ímyndaða undirstétt. Héraðsskólarnir eru
byggðir fyrir atbeina gamalla og nýrra ungmennafélaga
og' kaupfélagsmanna. Og þessir menn ganga út frá því,
að stéttamunur eigi ekki að vera til, og að hið mikla tak-
mark mannanna sé að þurrka út merki gamallar og
grimmlyndrar stéttaskiptingar, með því að gera lífskjör
allra heilbrigð og ánægjuleg.
Laugaskóli, sem hélt tíu ára afmæli sitt í vetur sem
leið, er að byggingum til elztur af héraðsskólunum. Af
þessu sést, hve héraðsskólahreyfingin er ung. í Þingeyjar-
sýslu gengust ungmennafélögin fyrir byggingu hinna
fyrstu skólahúsa á Laugum og lögðu á sig mikla vinnu og
fégjafir. Kaupfélag Þingeyinga og eldri samvinnumenn