Viðar - 01.01.1936, Síða 107
Viðar] HÉRAÐSSKÓLARNIR ÓG FRAMTÍÐ ÞEIRRA 93
studdu æskulýðinn á stórmannlegan og fórnfúsan hátt.
Margir slíkir menn standa í ábyrgð fyrir allmiklu bygg-
ingarláni til skólans. Sama hefir orðið raunin um alla
hina skólana. Ungmennafélagar og samvinnumenn hafa
reist þá. Sumir hafa starfað heima í héraði. Sumir á Al-
þingi. En þeir hafa unnið saman að héraðsskólamálinu
sem landshreyfingu. Og héraðsskólarnir eru svo veglegir
sem raun ber vitni um, af því að byggingu þeirra hafa
staðið tvær djarfar og stórhuga kynslóðir. Héraðsskólarn-
ir, í sinni núverandi mynd, eru minnismerki um ung-
mennafélagshreyfinguna eins og hún mótaði æsku lands-
ins á fyrsta fjórðungi yfirstandandi aldar. Sú kynslóð
voru nýir Fjölnismenn, sem ekki nægði minna en að
ge.ra alla þjóðina frjálsa, samstæða og vel menntaða.
V.
Hvernig hafa þá lánazt hin fyrstu störf héraðsskólanna?
Enn sem komið er, hafa ekki úr lærisveinahópnum komið
áberandi margir skörungar, sem mikið hefir borið á í
þjóðlífinu. Það má að vísu segja, að tíminn sé enn svo
stuttur, að þess sé varla að vænta. En ekki verður því
neitað, að meira hefir kveðið að nemendum úr sumum
hinum eldri skólum, sem mjög voru fátæklega búnir og
lítill sómi sýndur. Menning byggðanna hefir enn ekki
fengið þá áberandi forvígismenn úr héraðsskólunum, sem
þó er þörf á og áreiðanlega munu, fyrr en varir, koma
þaðan. En þegar ég fer um það hérað, sem fyrst fékk
héraðsskóla á hverastað og síðan húsmæðraskóla við hlið
sér, þá sjást ánægjuleg merki um þessa tvo skóla á fjöl-
mörgum heimilum. Öll ungmenni kunna sund og sum
ágætlega. Þau hafa stundað íþróttir einn eða tvo vet-
ur. Þau hafa flutt í heimili sín smekklega húsmuni, hús-
gögn, sem piltarnir hafa smíðað, og prýðilega borðdúka,
gluggatjöld o. fl., sem ungu stúlkurnar hafa ofið. Þessi