Viðar - 01.01.1936, Síða 109
Viðar] RÉRAÐSSKÓLARNIR OG FRAMTÍÐ ÞEIRRA
95
skóla sínum, og sem sumir aðrir skólamenn vilja fylgja,
að leggja fyrir pilta og stúlkur í heimavist skólans að
lesa hver í sínu herbergi eftir kl. 4 síðdegis, sé nauðsyn-
leg. Á þann hátt fá stúlkurnar ró og næði til að vinna i
herbergjum sínum eftir að kennslu er lokið hvern dag.
Samvistir pilta og stúlkna eru þá við nám og störf í sam-
eiginlegum húsakynnum skólans.
VI.
Ég hygg, að í héraðsskóla með hita sé sundlaugin, á-
samt gufuböðum, þar sem þau eru, innsti kjarninn. Þá
koma hin rúmgóðu, björtu og hlýju húsakynni, sem lyfta
huganum frá erfiðleikum hins daglega lífs. Flestar bygg-
ingar héraðsskólanna eru gerðar af æfðum húsameistur-
um og með listrænum blæ, sem er nýlunda fyrir flesta
íslendinga. Allt þetta hefir orðið til að gefa lífinu í hér-
aðsskólunum léttan og skemmtilegan svip. Alltaf skilja
nemendur þessara skóla við þá með söknuði þegar ver-
unni er lokið. Þeim finnst sem hin létta og glaða stund
leiksins sé liðin og nú hefjist starfið.
Ég hygg, að heimilisáhrif héraðsskólanna sé þeirra bezta
framkvæmd. Þá koma íþróttirnar, sundið, leikfimin og
dansinn. Síðan hagnýt gagnfræði, móðurmálið, réttritun,
skrift og reikningur. í sumum skólunum er söngur ein
öndvegisnámsgreinin. Hann hjálpar til að skapa almennan
aga, æfir röddina, fegrar framburðinn, eykur skilning á
ljóðum skáldanna. Að öðru leyti gefa skólarnir vakningu
í sögu, náttúrufræði og fleiri venjulegum námsgreinum.
En auk þeirrar heimilisvinnu, sem fyrr er sagt frá, er
allmikil hagnýt vinnukennsla í öllum héraðsskólunum.
Á Laugum er óvenju fullkomin smíðakennsla, og er hús-
gagnastíll skólans farinn að berast út um héraðið og hafa
stórlega bætandi áhrif. Konur fá nokkra tilsögn í saum-
um í öllum skólunum.