Viðar - 01.01.1936, Side 111
Viðar] HÉRAÐSSKÓLARNIR OG FRAMTÍÐ ÞEIRRA 97
húsnæðis- og áhaldaskortur, og er ekki að sakast um þann
hlut eins og málum er háttað. En ég vildi óska, að eftir
nokkur ár yrðu raunvísindin föst stofngrein í héraðsskól-
unum, kennd í góðum húsum með heppilegum áhöldum,
byrjað á stjörnufræði, þá komi efna- og eðlisfræði, líf-
fræði, sálarfræði og félagsfræði. Ef slík kennsla er þannig
framkvæmd, að nemendur finni vald og mátt hinna ó-
breytanlegu náttúrulaga, þá er þar fengin traust undir-
staða að lífsskoðun vel menntaðra manna. Ef fylgt væri
þessari tillögu, yrðu í héraðsskólunum fjórar stofngreinar:
Iþróttir, móðurmálið og bókmenntir þess, náttúrufræði og
líkamleg vinna við heimilisstörf og smíðar.
VIII.
Héraðsskólarnir eiga að vera alþjóðarstofnanir. Þeir
hafa risið upp úr starfi tveggja alþjóðarhreyfinga: ung-
mennafélaganna og samvinnufélaganna. í fyrstu voru að-
standendur hvers héraðsskóla svo önnum kafnir hver við
sitt baráttusvið, að þeir náðu ekki saman. En kennarar
héraðsskólanna urðu fyrstir til að tengjast böndum með
stéttarfélagi sínu. Næsta sporið var samstarf allra héraðs-
skólanna um sameiginlegt ársrit. Það er afar þýðingar-
mikill atburður, því á þann hátt sýna þessir skólar, að
forráðamenn þeirra finna, að þeir eru greinar á sama
stofni. Þriðja stigið, sem nemendur héraðsskólanna virð-
ast nú vera að byrja að stíga, er það að mynda nýjan
æskumannafélagsskap, sem stefnir að því að samræma
átök hinnar ungu kynslóðar í baráttunni fyrir persónu-
frelsi og þjóðfrelsi, fyrir reglusemi og hreinlegu lífi og
fyrir því að byggja landið upp með sterkum átökum og
frjálsri samhjálp. Þessi nýja æskumannavakning hófst í
tveimur stærstu héraðsskólunum í vetur sem leið og sýn-
ist líkleg til að vaxa og verða hin ráðandi lífsskoðun alls
þorrans af nemendum héraðsskólanna. Þá starfa kennar-
arnir saman að sínum málum. Ársritið tengir skólana
7