Viðar - 01.01.1936, Page 113
Viðarj
Högni Þorsteinsson.
Eftir Jón Sigurðsson frá Yztafelli.
í janúarmánuði 1935 kom
fimmtán ára gamall drengur
gestkomandi hingað í skól-
ann. Hann var fremur smár
vexti og ekki fjörlegur eða
þreklegur. En andlit hans var
mótað með fastari dráttum,
en títt er um andlit barna.
Það bar vott um fastan vilja
hins fullorðna og þroskaða
manns, sem veit hvað hann
vill og stefnir með ráðnum
hug að settu marki. Fjör og
ærsl æskunnarvantaði,glettn- Högni Þorsteinsson.
in í svipnum var falin undir
hjúpi fullorðinnar, hæglátrar alvöru, sem mótaði allan
svip hans og limaburð, vóg hvert orð og heflaði hverja
setningu, svo frekar hæfði gömlum vísindamanni en 15
ára barni.
Piltur þessi hét Högni Þorsteinsson. Hann var fæddur
að Barði í Miðfirði hinn 1. febrúar 1920. Hann var af á-
gætum ættum. Móðir hans, Þuríður Þorvaldsdóttir, er hin
mesta gáfukona, og áhugamál hennar eru öll á sviðum náms
°g fræða. Móðurfaðir hans, sr. Þorvaldur Björnsson, prest-
ur á Melstað, var orðlagður gáfumaður, bókamaður og
fi'æðimaður, sérstaklega á íslenzk fræði og tungumál.
Pækur hans voru fluttar burtu á 15 hestum að honum
latnum. Var ætt hans, Þorvaldsætt, alkunn á 19. öld fyrir
fræðimennsku.
Paðir Högna var Þorsteinn Björnsson, Eysteinssonar að
Grímstungu í Vatnsdal. Er föðurafi hans enn á lífi, al-
V