Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 114
ioo HÖGNI ÞORSTEINSSON [Viðar
kunnur bændaöldungur. Móðuramma Högna var þing-
eysk að ætt, og er sú ætt alkunn og fjölmenn norður þar.
Eru þeir ömmubræður Högna, Karl Sigurgeirsson á
Bjargi í Miðfirði og Bardalsbræður í Winnipeg, þjóðkunn-
ir menn þar vestra.
Ársgamall fór Högni í fóstur að Bessastöðum við Hrúta-
fjörð. Sá bær er afskekktur, á andnesi úti. Tveimur bæj-
arleiðum innar á nesinu eru Tannastaðir, þar sem Björn
Gunnlaugsson ólst upp, ritaði með smalapriki í leir-
flög og leysti flóknar stærðfræðiþrautir í æsku. Fóstur-
foreldrar Högna voru Kristín Bjarnardóttir, sem enn lifir
og Björn Jónsson, sem dáinn er fyrir nokkrum árum.
Börn þeirra, Helga, Einar og Bjarni, sem síðar giftist Þur-
íði móður Högna (1930), voru öll uppkomin er Högni kom
á heimilið, og dvelja þau öll enn á Bessastöðum. Var þar
eigi annað barn, og varð allt þetta fólk honum sem feður
og mæður.
Þegar í fyrstu bernsku bar á óvenjulegu næmi drengs-
ins. Hann var orðinn fulllæs 4 ára, og sex ára gamall
skrifaði hann móður sinni alllangt bréf næstum stafrétt.
Dönsku lærði hann nærri hjálparlaust, eftir dönskum
myndablöðum, af líkingu orðanna við íslenzku og hjálp
myndanna fyrir 6 ára aldur. Á þessum árum var honum
send Snorra-edda að gjöf, ’og náði hann um líkt leyti í
gríska goðafræði og las samtímis. Spjallaði hann þá mikið
við heimafólk sitt um það, hvað væri líkt og hvað ólíkt
í norrænni og suðrænni goðafræði. Næstum öllum vetr-
inum varði hann til bókalesturs og ritstarfa, gekk að
fróðleiksöflun sinni bæði sem að leik og star.fi. Var hann
jafn-sólginn í allan fróðleik, skáldskap sem stærðfræði,
sagnfræði sem grasafræði. En fróðleiksöflun hans var
eigi safnað í handraða, heldur sett á vöxtu, hann vann
sjálfstætt og byggði sjálfur úr öllu því efni, er hann
dró að sér. Hann hafði t. d. aflað sér grasasafns og ritað
allmargt af þjóðsögum og sönnum sögum um atburði, er
gerðust í átthögum hans á 19. öld.