Viðar - 01.01.1936, Page 115
Viðar]
HÖGNI ÞORSTEINSSON
101
Haustið 1934 fór Högni austur á Ra'ngárvelli að finna
föður sinn, sem hafði hjálpað honum allmikið til að eign-
ast bækur og fylgst með þroska hans. Kom hann þá til
fræðahölda í Reykjavík og sýndi þeim handrit sín. Hann
átti á heimleið tal við Sigurð prófessor Nordal og tókst
með þeim vinátta. Leizt Sigurði Nordal svo á piltinn, að
eigi mundi honum hæfa seinagangur náms í menntaskól-
um, mundi honum betur henta að lesa heima undir próf
—• allt að dyrum háskólans.
Eftir nýár 1935 kom Högni heitinn hingað í skólann
einu sinni í viku hverri og sýndi okkur sr. Jóni Guðna-
syni vikustarf sitt að námi. Hið fyrsta, sem við undruð-
urnst, var hve langt hann var kominn áleiðis á öllum
námssviðum. Má óhætt fullyrða, að fáir nemendur muni
hafa útskrifazt af héraðsskólum okkar með meiri, traust-
ari og víðtækari þekking en Högni heitinn hafði, er hann
kom hingað fyrst. En þó vakti vinnuþol og afköst hans
ennþá meiri undrun okkar. Vikustarfið var ekki smáræði.
Eg léði honum Mannkynssögu H. G. Wells, hina minni,
og ráðlagði honum að rita ritgerðir um efnið, sem hann
las. Þessar ritgerðir voru oftast 30—40 bls., ekki einungis
útdráttur efnis, heldur „kritiskar“ ritgerðir, þar sem hann
dæmdi sjálfur og valdi og hafnaði, þar sem Wells og aðra
höfunda, er hann las, greindi á. Ég get varla stillt mig um
að nefna eitt dæmi um það, hve gjarnt Högn var að fara
sínar eigin leiðir. Aftan við ritgerð um þjóðflutninga ritar
hann alllangar hugleiðingar um landnám hins norræna
kynstofns, sérstaklega víkingaöldina, sem hann telur enda
með sigri kristninnar á Norðurlöndum, er Ólafur Tryggva-
son vann Hákon jarl. Hingað til hefir Ólafur konungur
verið talinn persónugerfingur hins göfugasta víkings, en
Hákon fengið kenningarnafnið „hinn illi“. Þessu sneri
Högni við. Hann taldi kristniboð Ólafs konungs ógæfu
Norðurlanda, leit á hann eins og við lítum á Diðrik frá
Mynden, en Hákon fær hlutverk Jóns Arasonar, hlutverk
hins fallna stórmennis með kórónu píslarvættis hins