Viðar - 01.01.1936, Side 119
Viðar] ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL 105
arans og meiri heimavinnu en flestar aðrar námsgreinar
kröfðust, þá hefir árangur móðurmálsnámsins, sé miðað
við heildina, ekki orðið eins glæsilegur og skyldi. Hygg
ég, að þetta sé einróma álit dómbærra manna, sem mál-
um þessum eru kunnastir.
Við nána íhugun þessa ástands lægi því nærri að
spyrja, hvort ekki væri reynandi að leita liðsinnis ann-
arra námsgreina, sem verða mættu til viðgangs þessari
sjálfsögðustu fræðigrein, sem er móðir alls annars náms.
Þjóðverjar kveða svo á í fræðslulögum sínum, að söng-
náminu í heild skuli hagað þannig, að það beri sem mest
og bezt uppi aðrar skyldar námsgreinar: móðurmálsnám,
bókmenntir, efli framsöguhæfileika og lestrarkunnáttu.
A bak við þetta ákvæði þeirra býr löng fortíð með sam-
ansafnaða reynslu og vakandi íhugun á notkun þeirra
möguleika, er verða mega þessum málum til liðsauka,
gera námið fjölbreyttara, lífrænna og skemmtilegra.
Þetta ákvæði laganna er m. ö. o. mótað af skilningi á
þeim eiginleikum og þeim verðmætum, sem söngurinn
ræður yfir og sigla í kjölfar söngkennslunnar, sé réttilega
að henni unnið og með árvekni að henni hlúð.
Einn meginþáttur íslenzkunámsins er stafsetningin.
Munu naumast skiptar skoðanir þeirra, er fengizt hafa
við að kenna hana, um það, að þar sé, fyrir meginhluta
nemenda við ramman reip að draga. Þeir annmarkar,
sem torvelda mest eðlilegar framfarir í þessari grein, eru
hljóðvillur, afbakaður framburður, latmæli og mállýzkur.
íslendingar eiga óhóflega mikið af þesskonar illgresi i'
fórum sínum og hamlar það náminu mjög. Nú er það al-
kunna, að engum tekst að læra til hlítar stafsetningu,
enda þótt hann kunni æðri málvísindi, ef ekki heppnast
að smeygja sér úr álagaham þessara leiðu fylgifiska.
Þessu til skýringar þykir mér rétt, áður en lengra er
haldið, að minna á fróðlega rannsókn um ásigkomulag
hljóðvilla meðal þeirra barna, er luku fullnaðarprófi
vorið 1934,