Viðar - 01.01.1936, Page 122
108 ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL [Viðar
Annars er honum breytt í d. T. d. orðin vetur, bátur og
út o. s. frv. eru borin fram vedur, bádur og úd.
Þar sem k fer á eftir sérhljóða er það af þessum sama
flokki manna að öllum jafnaði borið fram sem g væri. T.
d. að reka, lokið, Akureyri er framborið rega, logið, Ag-
ureyri. Stafurinn p inni í orði verður ýmist að b eða f, t.
d. djúpur er frb. djúbur, dýpt frb. dýft. Á síðari árum
virðist einnig nokkuð brydda á þeim framburði að bera
p í upphafi orðs fram eins og b. Orðið prýðilega hefi ég
séð stafsett þannig: bríðilega. Þetta er þó ekki útbreiddur
framburður, að ég hygg.
í Saxlandi hefir þessi framburður í p-i í upphafi orðs
sótt mjög á og orðið þar landlægur meðal alþýðumanna.
Þjóðverjar frá öðrum landshlutum draga óspart dár að
Saxlendingum íyrir þetta afskræmi.
Hv og kv, hver = sjóðandi uppspretta og kver = lítil
bók o. s. frv., er borið nákvæmlega eins fram af miklum
hluta landsmanna. Til er þó glöggur munur á framburði
þessara orða, þessvegna virðist ástæðulaust að nota htann
ekki, fremur en slengja þessum hljóðum saman í eitt.
Þulum útvarpsins, sem ávallt hljóta að verða kennarar 1
þessum efnum — lélegir eða góðir allt eftir því, hversu
þeir hefla framburð sinn — og vanda við sjálfa sig —
ætti ekki að haldast uppi óátalið trassaháttur sem þessi.
Eru tvær aðalástæður fyrir því, að þetta sé hvergi nærri
gallalaus framburður. Hann gerir fyrst og fremst æði-
mörg orð, sem þó tákna gagnólík hugtök, algjörlega sam-
hljóða, og í öðru lagi hefir hann bakað og bakar fjölda-
mörgum, meira að segja prýðisvel gefnum mönnum, ó-
trúlegustu erfiðleika í réttritun þessara orða.
Hér hefir verið drepið aðeins á nokkrar hljóðvillur og
skort á hljóðhreinum framburði, og í samræmi við hann
stafsetja síðan börn og unglingar, sem svona tala og
heyra framborið. Er slíkt ekki nema að vonum.
í öllum þeim dæmum, sem nefnd hafa verið, mundi
skilmerkilegur og ómengaður framburður verða óskeik-