Viðar - 01.01.1936, Síða 123
Viðar] ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL 109
ull leiðarvísir til réttritunar. Hann ætti með tíð og tíma
að lyfta mörgum börnum skólanna yfir þær torfærur,
sem ýms þeirra til þessa hafa komizt að og þráð að kom-
ast yfir, en ekki orðið að ósk sinni. Það er m. ö. o. full-
komin sannfæring mín, að ekki sé nándar nærri nóg á-
herzla á það lögð að grafast fyrir rætur þeirra meina, er
valda afleitustu villum í lestri, réttritun og daglegu tali
og halda þeim stöðugt við. Það er óstjórnar vinnu til þess
varið að reyna að grynna á villunum með þeim hætti
að leiðrétta stafavillur, sem fyrir koma í stílum og í rit-
æfingum. Er sú viðleitni íslenzkukennaranna að sönnu
góðra gjalda verð og alveg sjálfsögð, en hún er, þegar um
alvarlega hljóðvillta nemendur er að ræða, seinvirk mjög
og áhrifalítil umbótaviðleitni fyrir þessa tegund villa,
sökum þess, að eyrað er ennþá sjúkt og villt, og ræður
það ríkjum eftir sem áður. Síðan koma leiðréttingarnar
m.eð rauða blekinu. Þær verka á auga og tilfinningar, en
auka ekki hið minnsta næmi eyrans. Er eyrað þó einmitt
það skynfærið, sem fyrst þurfti að leiðrétta, og það með
sérstaklega mikilli umönnun og nákvæmni. — Þesskonar
basl við staísetninguna á meðal nemenda, sem svona illa
eru að heiman búnir í þessum sökum (börn og unglingar
tala oftast, er þeir koma í skóla, eins og fólk það, sem
þau hafa lifað og hrærst með), gjörir þeim oft gramt í
geði og má telja fullvíst, að þeir glati á stundum kjarki
— og trú á hæfileika sína til þess að geta yfirhöíuð
nokkru sinni lært réttritun til hlítar, blátt áfram vegna
þeirra erfiðleika, sem blasa við þeim sem þverhníptur, ó-
kieifur hamar, örðugleikar, sem standa í beinu sambandi
við framburðarlýti.
Þess eru heldur ekki allfá dæmi, að svo miklu ægi sam-
an af slíku tæi í stílum, að jafn tilgangslaust sýnist að
ætla að breyta ástandinu með því einu að krota með
rauðu bleki í villurnar, eins og það var vonlaust fyrir
Þór forðum daga að ljúka við drykk þann, sem Útgarða-
Loki bað hann að gæða sér á.