Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 124
110 ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL [Viðar
Meðan ekki hefir farið fram óyggjandi rannsókn á því,
hver áhrif sú söngkennsluaðferð, sem til er ætlazt að við-
höfð sé, mundi hafa á íslenzkunám, og þá sérstaklega á
hljóðvillur, þá er auðvitað ofurauðvelt að skella skolla-
eyrunum við trú og kenningum einstakra manna á þau
verðmæti, sem í þessu kunna að búa og ennþá hafa að
kalla verið látin afskiptalaus hjá okkur. En þeir, sem
vilja af alhug hefja alþýðumenntun á hærra stig — cg
þeir eru sennilega fleiri nú en nokkru sinni fyrr — eru
ekki sjálfum sér né hugsjón sinni samkvæmir, ef þeir
ekki þrífa tveim höndum hvert það vopn, sem vel bítur,
og beita því miskunnarlaust gegn hverskonar illgresi,
sem veldur andlegri kreppu og fjötrar kraftana.
Enginn mun skilja orð mín þannig, að ég telji, að staf-
setningin í heild sé komin heilu og höldnu í örugga höfn
með þeirri fágun framburðar, sem söngkennslan getur í
té látið. — Slíkt væri fásinna, sem hvergi léti nærri sanni.
— Hér hefir fegrun framburðar og framar öðru menntun
eyrans verið nefnd sem mikilsverð aðstoð einum þelzta
þætti móðurmálsins.
Hins ber ennfremur að gæta, að í söng eiga orðin að
bera tónana uppi og lyfta þeim til hæða. Án fagurlega
framborinna orða, er því ekki flekklaus né listrænn söng-
ur til. Þess vegna ber nauðsyn til þess, að söngtextinn sé
ekki afskræmdur né heldur á mállýzku eftir geðþótta
hvers einstaklings. Slík ómynd er til skapraunar öllum
þeim, sem nokkrar kröfur gera, öllum, sem hafa heil-
brigðan smekk og fögrum listum unna. Ræktun orðs og
ræktun tóns hlýtur því, eftir lögmálum listarinnar, að
haldast í hendur, eigi túlkunin í heild að vera boðleg eða
með viðunandi menningarsvip.
E. t. v. hrýs einhverjum hugur við því að eiga að breyta
til um málfar, og það jafnvel á fullorðinsárum. Það er að
öllu leyti eðlilegast, að börn læri undir eins í bernsku svo