Viðar - 01.01.1936, Side 125
Viðar] ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL 111
fagran framburð og glöggvan, að við honum þurfi sem
minnst að hrófla í aðaldráttum. Röddin þarfnast vita-
skuld margskonar þjálfunar samt, eigi hún að öðlast
beygjanleik, styrk og fullkomnun til flutnings. En þótt
framburðarlýti loði við menn til fullorðinsára, þá er á-
reiðanlegt, að breyta má röddinni og framburðinum til
fegrunar undir handleiðslu kennara, sem gjörir hvassar
árásir á villurnar, og með námsáhuga og einbeittum vilja
nemandans.
Þessa staðhæfingu mína styður m. a. nokkurra ára
starf mitt og reynsla og nokkur árangur í þessu efni. í
öðru lagi má benda á það, sem ekki er neitt sjaldgæft,
að menn byrja á fullorðinsárum á námi erlendra tungna
og ná með ástundun og sæmilega glöggu eyra í höfuð-
dráttum réttum framburði þeirra, og það meira að segja,
þótt um sé að ræða tungur ólíkar að anda og eðli móður-
málinu. Á svipaðan hátt hlyti hver og einn að geta, sé
tækifæri og skilningur til hjálpar, umbætt sinn fyrri ó-
fullkomna framburð á móðurmálinu og helgað sér annan
sem mannaðri væri og ekki yrði um deilt, að fleiri kost-
um væri búinn, hvort sem honum væri beitt í mæltu
máli, lestri eða söng.
Þeir menn, sem ekki una því ástandi, sem nú ríkir á
sviði fræðslumála okkar um húsakost, hafa bent á lausn
þeirra vandamála í bættri aðstöðu kennara og nemenda á
þann hátt, að koma sem víðast á fót heimavistarskólum í
fræðsluhéruðum sveitanna.
Þetta er afdráttarlaust eitt meðal höfuðskilyrða þess,
að kennarar og nemendur megi njóta sín til fulls. En það
væri sérstaklega æskilegt, að þeir skólar, sem vaxa upp í
skjóli þessara hugsjóna, gleymdu því ekki, að ætla söngn-
um og þeim fræðum, er að honum lúta, a. m. k. þeim
mun virðulegri sess en hann nú skipar í hinum bættu
salakynnum, sem hærra verður þar til lofts og víðara til
veggja, heldur en í lágu stofunni, þröngu og skuggasælu,