Viðar - 01.01.1936, Síða 126
112 ER SÖNGNÁM í SKÓLUM AÐEINS DÆGRADVÖL? [Viðar
sem flúið var úr vegna þess, að hún samrýmdist á engan
hátt kröfum hins nýja tíma.
Heimavistarskólar ættu einmitt að standa öðrum skól-
um betur að vígi um skjót áhrif á bætt málfar. Stafar
það einkum af því, að slíkir skólar taka nemendur sína
venjulegast um alllangan samfelldan tíma út úr þeirra
fyrra umhverfi, sem lagði þeim mörgum mállýzkuna á
tungu og hélt henni við.
Benedikt Jónsson frá Auðnum ritaði þ. á. í Samtíðina, 1.
h., mjög skemmtilega grein, sem hann nefndi: „Manns-
röddin í hversdagslífinu“. Þar kemst höf. m. a. svo að
orði: „Það er oft lögð talsverð alúð við að kenna börnun-
um að ganga, kenna þeim að nota rétt hendur og fætur.
Þeim er kenndur fallegur limaburður, limir þeirra og
líkami allur efldur og þroskaður með leikfimi og íþrótta-
iðkun. En raddfærin og talfærin eru með öllu vanrækt,
eins og þar geti ekki verið um neina umbót, eflingu né
þroskun að ræða. Það er látið ráðast eins og verkast vill,
hvort börnin læra nokkurn tíma að tala móðurmál sitt
hreint og lýtalaust, og hvort raddfæri þeirra ná nokkr-
um þroska eða engum.“
*
E. t. v. mun nú einhver vilja gjöra þá athugasemd við
orð mín, að engu síður megi kenna framburð í þessum
stíl án þess að söngur eða þau öfl, sem hann ræður yfir,
komi þar til hjálpar. Ekki er víst, að sú gagnrýni væri
allsendis út í bláinn. En því er þó fyrst af öllu þar til að
svara, að enn sem komið er, er ekki, svo mér sé kunnugt,
slíkt nám viðhaft í skólum án söngs, en rækilegt söng-
nám heimtar alveg skilyrðislaust ræktun framburðar,
tamningu raddfæranna og þjálfun þeirra líffæra, sem
taka þátt í söng og tali. í öðru lagi er tónlistin, ein allra
fræða, þess umkomin að glæða þær gáfur og skapa það
hljóðnæmi, sem eyrað má ekki án vera, eigi það að öðlast
þá menntun, sem gjörir því kleift að draga hreinar línur
á milli stirðlegs gaspurs eða glamurtóna, sem ekki eru