Viðar - 01.01.1936, Page 131
Viðar]
Sumarferðir kennara.
Eftir Konráð Erlendsson.
Hraðinn er einkenni nútímans. Með batnandi farar-
tækjum hverfa vegalengdirnar á þeim leiðum, sem þær
ná til. Þetta eykur möguleika manna til ferðalaga, og
eykur jafnframt ferðalöngunina. Kennurum er meiri þörf
á að ferðast en mörgum öðrum mönnum, starf þeirra er
þannig vaxið. A það jafnt við kennara í sveit og í bæjum.
Stofumaðurinn vill fljótt slitna úr tengslum við það, sem
utanveggja er og lifa minna með samtíð sinni en vera
ætti, þegar hann kynnist henni aðallega af afspurn. Frá-
sagnir blaða og bóka eru, jafnvel þegar vel lætur, nokk-
uð annað en veruleikinn sjálfur. Auk þess eru inniset-
urnar lamandi, og þær eru að vetrinum sízt minni hjá
sveitakennurunum en þeim, sem starfa í bæ. Þeim finnst
þeir ekki eiga neitt erindi út og ekki hafa tíma til að
fara út. Og þegar snjóalög eru, hafa þeir ekki mokaðar
götur að ganga eftir. Það hefir sín áhrif, einkum á konur.
Skíðin eru góðir gripir. En skíði kennarans standa of
mikið uppi við vegginn, og kennslukonan á oftast engin
skíði. Þessu fólki er því full þörf á hressingarferðum á
sumrinu.
Við búum í víðáttumiklu landi, miðað við fólksfjölda.
Og land okkar er sumarfagurt og fjölbreytt að náttúru-
fari, og sem betur fer verður ekki lokuðum bílum komið
í hvern krók og kima, enn sem komið er. Hinsvegar er
hægt að nálgast fagra og merkilega staði á auðveldan
hátt. Aðstaða til ferðalaga, sem ferðamaðurinn hefir gagn
af, er því góð hér, hvað sem annars má um land okkar
segja.
Við búum í afskekktu landi. Það hefir sína galla og
sína kosti. Göllunum er meira haldið á lofti sem e. t. v.