Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 133
Viðar]
SUMARFERÐIR KENNARA
ÍIU
ritdómari skrifaði um sama leyti í tímarit eitt grein um
Kolbeinsey, sem hann vitanlega hafði aldrei séð og lítið
heyrt um, enda var lýsing hans á eynni, að dómi þeirra
manna, sem þar hafa komið, mjög fjarri lagi. Þetta sýnir,
að hægra er að kenna heilræðin en halda þau, enda er
krafan í sjálfu sér of hörð til þess, að viðlit sé að full-
nægja henni, að því er yfirlitsbókmenntir um landafræði
snertir. En lítinn blett, eins og Kolbeinsey, ætti að mega
láta þeim eftir til að lýsa, sem þangað hafa komið. Lík-
lega fá menn aldrei fullkomlega rétta hugmynd um
nckkurn stað af lýsingu einni. En því örðugra er að nota
sér lýsinguna, sem hún hefir gengið í gegnum fleiri milli-
liði. Landafræðikennari þarf því að leggja kapp á að sjá
sem mest með eigin augum. Og þekkingin á okkar eigin
landi liggur þó okkur næst. — Og sögukennarinn á ólíkt
hægra með að lýsa viðburðum, þegar hann er kunnugur
staðnum, þar sem þeir hafa gerzt. Fyrir því hefi ég um-
sögn æfðra sögukennara. Nýlega fór ég um Vatnsdal. Eitt,
það fyrsta, sem ég gerði, þegar ég kom heim, var að lesa
þann hluta Vatnsdæla sögu, sem gerist þar um slóðir.
Sagan fékk nýtt líf og nýjan blæ, af því að sögustaðirnir
^’oru kunnir. — Fyrir náttúrufræðikennara er landið fróð-
leiksbrunnur, sem aldrei verður þurrausinn, og þarf þar
oft ekki langt til aðdrátta. Þessi dæmi læt ég nægja til. að
sýna það, að kennurum beri ekki að vanrækja ferðir um
sitt eigið land, ef ástæður leyfa.
Kem ég þá að því atriði, sem ég aðallega vildi minnast
á, en það er sú fjárhagslega hlið. Þótt samgöngutæki hafi
stórum batnað á síðustu áratugum, kostar þó enn allmik-
ið að ferðast hér á landi, ef gagn á að verða að ferðinni.
Það er lítil hressing eða heilsubót í því að ferðast í lok-
uðum bíl, og það, sem þaðan sést, er mjög takmarkað og
of hratt farið yfir til þess, að sú sjón komi að fullu gagni.
Lvöl á þeim stöðum, sem skoða á, er því nauðsynleg. Og
fjallaferðir útheimta hesta og ýmsan útbúnað, ef um
verulegar ferðir er að ræða og full not á að hafa af þeim.