Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 134
120
SUMARFERÐIR KENNARA
[Viðar
Til dæmis að taka, er það að fara tjaldlaus inn í Öskju,
eins og ég hefi gert, bæði áhætta og veldur því, að dvölin
þar getur ekki orðið nema stutt. En þar er svo mikið að
sjá, að þrír dagar mundu ekki þykja of langur dvalar-
tími. Þetta hlýtur að kosta töluvert fé, einkum ef tíminn
er líka metinn til peninga.
Nauðsyn utanfara kennara hefir svo lengi verið viður-
kennd, að þeir hafa þegar um nokkurn tíma fengið styrk
til þeirra, það er að segja þeir af þeim, sem eru svo
heppnir, að eiga einhverja volduga meðmælendur. Þetta
lasta ég vitanlega ekki. En styrkurinn er oftast klénn, og'
verður því fátækum kennara hálfgerð hefndargjöf. Við
það bætist, að við lifum nú á sérstaklega erfiðum tímum
í þessu efni. Það er næstum ómögulegt fyrir venjulega
menn að fá útlendan gjaldeyri. Enginn veit, hve lengi
það ástand kann að vara. En til ferða innanlands þarf
vitanlega ekki erlendan gjaldeyri. Og eins og þegar hefir
verið bent á, geta þær þó orðið kennara að miklu gagni
en verið honum fjárhagsleg ofraun. Hví þá ekki að verja
nokkru af því fé, sem ætlað hefir verið kennurum til ut-
anferða, til að styrkja þá til ferðalaga um sitt eigið land?
í'járhæð, sem, vegna dýrra milliferða, væri fátækum
manni ónóg til utanferðar, gæti orðið honum notadrjúg
innanlands og gjört honum mögulegt að fara ferð, sem
hann e. t. v. auðgaðist meira á í andlegum skilningi, en á
stuttri dvöl utanlands. Kynni íslenzkra kennara af þeirra
eigin landi er þó vissulega það mikils virði, áð ekki er
nein goðgá að nefna það, að hún sé styrkt af því opin-
bera.
Mál þetta var nýlega rætt á fundi í kennarafélagi Þing-
eyinga. Ekki er mér kunnugt um, að þær ályktanir, sem
þar voru gerðar, hafi borið nokkurn árangur. Nú varpa ég
því fram, héraðsskólakennurunum til athugunar, enda
finnst mér það taka sérstaklega til þeirra.
[8. júlí 1936].