Viðar - 01.01.1936, Page 135
Viðar]
Skólarnir og myndlistin.’
Eftir Þórodd Guðmundsson.
Héraðsskólarnir og aðrir ungmennaskólar hafa að þessu
lagt mesta stund á kennslu bóklegra fræða en einnig gef-
ið nemendum nokkra æfingu í líkamsmennt, handiðn,
söng og dráttlist. Allt miðar þetta að þroskun skapgerðar
og göfgun tilfinninga, smekks og listræni.
Ríki og héruð hafa byggt nokkra myndarlega skóla,
fögur hús og vel úr garði gerð á margan hátt, hituð af
eldi úr iðrum jarðar og lýst upp af afli hvítra kola. En
því miður eru veggir þeirra hið innra, margir hverjir,
kaldir og tilbreytingarlausir, og smekkleg og þægileg
húsgögn vanta víða í herbergi og skólastofur.
Ur því síðarnefnda er verið að reyna að bæta með til-
styrk nemenda og smíðakennara. Sumir skólarnir hafa
líka eignazt nokkur málverk, en aðrir hafa orðið allmjög
afskiptir um þá hluti-. Lætur hamingjan ekki ávallt sól
sína skína jafnt yfir alla. En fátt á jafnmikinn þátt í að
skapa aðlaðandi heimili sem fögur og göfug listaverk.
Á hríðardögum vetrarins og dimmum kvöldum hans
þráum við oft fegurð, sól og vor meir en lýst verði með
orðum. Þá diæymir eflaust marga um suðræna list, þótt
þeir geri sér það e. t. v. ekki ljóst. Menn fá þeirri þrá
fullnægt í tónum að sumu leyti, en ekki öllu. Augað leit-
ar að fegurð, sem það oft finnur alls ekki í faðmi myrk-
urs og hvítra mjalla. En listin lifir, þótt blómin deyi og
sumarið kveðji. Þá eiga menn ekki annars úrkosta en að
flytja sumarið og fegurðina inn í híbýlin í góðum lista-
verkum. Því „motiv“ þeirra verður ávallt náttúran um-
hverfis mennina eða mennirnir í faðmi hennar.
Á síðustu áratugum hefir allmikið verið unnið að því
í Noregi að prýða opinberar byggingar með listaverkum