Viðar - 01.01.1936, Page 139
Viðar]
Héraðsskólarnir og viðhorf
æskunnar.
Eftir Guðmund Gíslason.
Stofnun héraðsskólanna er stórt spor í skólamálum ís-
lendinga. Þeir eru fyrst og fremst ætlaðir öllu því æsku-
fólki, sem er að alast upp í sveitum landsins og ekki ætl-
ai sér aðra eða lengri skólagöngu, heldur hverfa að skóla-
vist lokinni aftur að framleiðslustörfunum. Þeir eru
stofnaðir með það fyrir augum að létta baráttu áhuga-
samra unglinga fyrir því að tileinka sér undirstöðuatriði
almennrar menntunar — andlegrar og líkamlegrar.
Æskan sjálf hefir sannað þörf þessara skóla með því,
hve vel hún hefir sótt þá, bæði úr sveit og kaupstað.
Skólarnir þurfa fyrst og fremst að þekkja og skilja við-
horf æskunnar, vonir hennar og fyrirætlanir, til þess að
geta rétt henni hönd í fullum trúnaði. Þeir þurfa einnig
að gera sér ljósa grein fyrir því, hvert höfuðstraumarnir
liggja í málefnum þjóðarinnar. Þetta er hvort tveggja
nauðsynlegt, til þess að skólarnir geti markað starfssvið
sitt og vísað æskufólkinu fram á veginn.
Auk hins sjálfsagða náms, hlýtur það að vera eitt höf-
uðhlutverk héraðsskólanna að leitast við að beina hug og
hönd æskunnar að þjóðhollum ákvörðunum og fram-
kvæmdum — að öfgalausu en karlmannlegu mati á sjálf-
um sér og hinni væntanlegu lífsbaráttu. Þeir þurfa að
kenna nemendum sínum þann óyggjandi sannleika, að lífið
gerir sínar kröfur, sem enginn nýtur drengur vill né getur
skotið sér undan.
Nemendur skólanna þurfa að fá skýra og allnákvæma
þekkingu á sögu þjóðar sinnar annarsvegar og þeim höf-
uðverkefnum, sem nú bíða úrlausnar, hins vegar, um leið