Viðar - 01.01.1936, Side 140
Í26 HÉRAÐSSKÓLARNIR OG VIÐHORF ÆSKUNNAR [Viðai'
og þeir fá hvatningu til þess að skipa sér þar í sveit, sem
víðsýnum og félagslega þroskuðum ungum áhugamönn-
um sæmir og framtíðin gerir kröfur til.
Að þessu vilja héraðsskólarnir vinna.
Það, sem nú virðist einkenna viðhorf æskufólksins
einna mest er, að það virðist vanta ákveðið markmið
að stefna að, stórt og göfugt takmark, sem gæti vakið
kraftana og sameinað þá í hugsun og starfi.
Fyrir og eftir aldamótin var höfuðstefna þjóðarinnar
mörkuð af ákveðnu, sterku málefni — sjálfstæðisbarátt-
unni. — Hún varð þjóðinni takmark og hvatning. Ung-
mennafélögin komu til sögunnar og urðu áhrifasterk um
land allt. Þau eru einnig borin uppi af þessum sama
sjálfstæðishug.
Á þessu tímabili var sterkur svipur. Margir ágætir
menn komu út í líísbaráttuna, logandi af áhuga fyrir al-
hliða viðreisn þjóðarinnar. Þetta voru menn, sem stóðu á
mótum tveggja tímabila —■ hins gamla og nýja — og
báðum trúir. — Stefna þessara manna varð að miklu
leyti stefna þjóðarinnar. Hún vildi hefjast handá í trú
á sögu og framtíð, trú á gamlan þrótt og nýtt líf.
Þessi vakning var undanfari og undiralda hinna mörgu
og margháttuðu umbóta síðustu 15—20 ára. Þá eignaðist
þjóðin vegi, brýr, síma, bætt híbýli, nýtízku aðferðir í at-
vinnuháttum og verzlunarmálum, hún hefir eignazt út-
varp og nýja skóla, svo að eitthvað sé nefnt.
Ekkert af þessu mega menn né vilja missa, af því að það
eru nauðsynleg tæki til þess að geta lifað menningarlífi.
Það er ekki nóg að byggja vegi og betri hús. Um leið
er spurt að því, hvað unga fólkið, sem á að taka við
þessu, ætli sér að gera. Það er spurt að því, hvort æskan
í landinu eigi þá lífsskoðun, sem byggð er á rólegu, skyn-
samlegu og rökréttu mati á íslenzkum staðháttum og lífs-
skilyrðum. Það er spurt að því, hvort æskan ætli sér
að taka upp merkið og byggja upp framtíð þjóðarinnar
— og sína eigin um leið — á þeim grundvelli, sem lagður