Viðar - 01.01.1936, Page 144
130 HÉIÍAÐSSKÓLARNIIl OG VIÐHORF ÆSKUNNAR [Viðar
um það úr Árnessýslu, að ungt fólk, sem hér hefir dvalið,
hefir tekið upp þessa stefnu.
Eg vil aðeins nefna eitt. Ungur maður — að vísu sér-
staklega þroskaður, laginn og vel gefinn — vann að því,
ásamt föður sínum og bróður, eftir að hann fór héðan —
að koma upp rafstöð heima hjá sér, vatnsleiðslu og
steypibaði. Þessi ungi maður tók upp þá stefnu að reyna
að skapa þau þægindi á heimili sínu, sem staðhættir þar
leyfa og uppfylla í smækkaðri mynd þær kröfur um lífs-
þægindi, sem skólavist hans hafði vakið. Svona lausn á
vandamálum sveitanna er fyrst og fremst lækning á
tveimur höfuðmeinsemdum, myrkrinu og kuldanum.
En um leið og heimilið verður vistlegra, eykst áhuginn
til enn nýrra átaka, maðurinn lærir að elska bæinn sinn
og jörðina — og starf sitt.
Hérna í skólanum dvelur allmargt fólk úr kaupstöðum.
Hér kynnist það félögum sínum úr sveit. Þau kynni færa
til gagnkvæms skilnings á framtíðarmöguleikunum. Ung-
lingarnir úr sveitinni fá að heyra það, að ekki er allt
gull, sem glóir í kaupstöðum landsins. Ég held, að þetta
geti átt sinn mikla þátt í því að ákveða stefnur sveita-
æskunnar í skólanum — ef til vill meiri en menn gera
sér grein fyrir í fljótu bili. Ef til vill er það af þessum
toga spunnið, að hérna ríkir nú óvenjulegur áhugi fyrir
landbúnaðarmálunum meðal nemenda. Ef til vill er það
af því, að unga fálkið skilur það á réttan hátt; að áhrifa-
völd þjóðfélagsins virðast nú vera farin að skilja þarfir
æskulýðsins.
Ég er þeirrar trúar, að héraðsskólarnir muni í fram-
tíðinni sýna það með starfi sínu, að þeir leggi þeirri bar-
áttu, sem nú er að hefjast fyrir aukinni og bættri menn-
ingu sveitanna, mikið lið, um leið og þeir leggja sinn
skerf til þess, að unga kynslóðin verði sparsöm, víðsýn og
tápmikil.