Viðar - 01.01.1936, Page 145
Viðarj
Þjóðerni og ættjarðarást.
(Erindi flutt á skemmti-
samkomu, nokkuð breytt).
Eftir Þóri Steinþórsson.
Ég hefi heyrt því haldið fram, að þjóðernistilfinning
Islendinga sé ekki eins þroskuð og tæplega eins vakandi
og hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, og að það sé
þeim á margan hátt til meins. Þessi ásökun mun líka hafa
við nokkur rök að styðjast og vera af eðlilegum rótum
runnin. Smæddartilfinning þjóðarinnar, vakin af fámenni
og fátækt hennar, hefir þróazt við ánauð erlends valds og
fyrirlitningu valdhafanna. Máttleysi íslendinga gagnvart
hamförum náttúrunnar hefir líka orðið til þess að undir-
strika enn betur, hve lítils þeir eru megnugir og jafn-
framt komið þeim til að líta upp til þeirra þjóða, sem við
blíðara hafa að búa í þeim efnum, og hefir þess vegna
gengið betur að gera öfl veðráttu og jarðar sér undirgef-
in.
Og þá hefir það gert sitt til þéss, að þjóðernistilfinning-
in hefir átt erfitt uppdráttar, að hver kynslóð hefir sjald-
an hlotið nokkurn arf frá þeirri undanfarandi. Bygging-
arnar hafa flestar fallið með þeim sem byggðu, og ís-
lenzkt orðtak segir, að auður komist aldrei í þriðja lið. Til
finning íslendinga gagnvart forfeðrunum hefir því haft
hneigð til þess að mótast af ruddum skógum og sópuðum
eggverum og fiskimiðum, og vitandi eða óafvitandi skapar
það aðrar kenndir til forfeðranna, þjóðarinnar og þjóðern-
isins í heild, heldur en háreistar hallir fullar af dýrum
gripum og með nægum minjum fornrar frægðar gera. En
þannig arf hafa frændur okkar í nágrannalöndunum hlot-
ið kynslóð eftir kynslóð.
9’