Viðar - 01.01.1936, Síða 146
132 ÞJÓÐERNI OG ÆTTJARÐARÁST [Viðar
Nú mun, ef til vill, einhver segja, að við höfum haft
sögurnar, og þær séu dýrri arfur en steinkumbaldar og
gamalt silfurskran, og um það skal ég ekki deila. En mín
kynslóð og næsta þar á undan eru þær fyrstu, sem hlotið
hafa þann arf og gera sér grein fyrir, hvílíkir dýrgripir
þær eru, og hvílík afrek forfeður okkar hafa unnið með
skráning þeirra. Áður voru þær ekki metnar á þann mæli-
kvarða. Þær voru dægradvöl og skemmtilestur, en ekki
skoðaðar sem tákn þess, hvað þjóðin gæti afrekað í andleg-
um efnum. Og næsta kynslóð fær ekki þann arf á sama
hátt og sú undanfarandi, bæði vegna þess, að nú er litið
öðrum augum á andleg verðmæti en áður var, og forn-
ritin þess vegna „úr móð“ nema sem rannsóknarefni fyrir
grúskara, sem tæplega eru taldir með venjulegum mönn-
um, og svo af hinu, að uppvaxandi kynslóð les þau ekki.
Bíóferðir og götulíf tekur uppvaxandi æsku þeim tökum,
að annað kemst þar ekki að. Hún veit allt um ástabrall
amerískra og þýzkra kvikmyndaleikara og þekkir öll blæ-
brigði á hára- og augnalit þeirra, en um hárafar Gunnars
og Hallgerðar veit hún lítið, og hún er ókunnug þeim
harmleikjum, sem gerðust hér á landi á söguöld og Sturl-
ungaöld og svo meistaralega er sagt frá í fornritum okkar.
En það er ekki mitt að áfella æskuna fyrir þetta. Hver
kvnslóð verður að hafa rétt til að ráða að mestu, hver eru
hennar hugðarefni og áhugamál, og ég er ekki fær að
dæma um, hvort er affarasælla að dá andleg eða verkleg
afrek, en það er slæmt þjóðerniskenndinni að eiga ein-
hæfan þjóðararf. Þegar þjóðin er fátæk af því, sem mest
er metið á líðandi stundu, er hætt við að smæddartilfinn-
ingin vakni og vanmáttarkenndin komi í ljós, og þá er
skammt til þess að vantreysta uppruna sínum og skamm-
ast sín fyrir upphaf sitt.
Nú munu einhverjir benda á það, að því sé haldið
fram af ýmsum, að þjóðerniskenndin eigi að hverfa. Allir
menn heyri til einni þjóð, og beri mönnum því að skoða
hvern annan sem bróður sinn, hvaðan sem hann sé runn-