Viðar - 01.01.1936, Side 147
Viðar]
ÞJÓÐERNI OG ÆTTJARÐARÁST
133
inn, að með því að ala á þjóðernisrembingi séu frændur
æstir til víga, og að af honum leiði flest mein og mest böl
heimsins.
Og ekki skal ég verða til þess að mæla bót þeirri rang-
hverfu ættjarðarástar og þjóðerniskenndar, sem leiðir af
sér styrjaldir og er haldið við með glamri og slagorðum.
En það sannar ekkert um óhæfi hlutar, þótt hægt sé að
misnota hann. Öll kjörvopn voru tvíeggjuð og gátu orðið
tii gagns eða skaða þeim, sem átti, allt eftir greind hans
og gætni, og þó vildu allir kjósa sér þau. Og að hvaða
gagni eru allar framfarir, allar uppgötvanir og allir sigrar
andans yfir orku og efni, ef ekki má treysta því, að innst
inni hjá mönnunum felist sá snefill heilbrigðrar skyn-
semi, að búast megi við, að þeir noti sín beztu tæki sér til
gagns.
Og því verður ekki móti mælt með rökum, að trú á ein-
kenni þjóðar sinnar er betra veganesti en trúleysi á þau,
að sá, sem trúir því, að hann hafi fengið beztu tækin í
vöggugjöf, er betur útbúinn í lífsbaráttuna heldur en hinn,
sem vantreystir þeim. Og því verður ekki neitað, að
þótt kenningin um allsherjarbræðralag og útstrikun
þjóðernanna líti fallega út á pappírnum eða í orðræðum,
þarf stórkostleg hugarfarsbreyting að eiga sér stað áður
en hún verður hagkvæm. Það er svipað með hana eins og
boðið um það að rétta fram vinstri vangann, sé maður
sleginn á þann hægri. Sá, sem nú ætlaði að fylgja því,
gengi víst oft með rauðar kinnar, og sú þjóð, sem ekki
leggur mest kapp á að hlúa að sér og sínu, verður eftir-
bátur og fótaskinn þeirra þjóða, sem betur kunna það.
En það er einmitt sú þjóðerniskennd og sú ættjarðarást,
sem felst í því að vinna fyrst og fremst fyrir sína eigin
þjóð, sem við þurfum að tileinka okkur. Við þurfum, bet-
ur en nú, að vera samtaka um að hlúa að því, sem innlent
er og vera þess minnugir, að það er ekki eingöngu þegar
það innlenda er jafngott því erlenda, sem við eigum að
nota það, eins og auglýsendurnir segja. Þeir eru og hóf-