Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 148
134
ÞJÓÐERNI OG ÆTTJARÐARÁST
[Viðar
samir í kröfum sínum, íslenzku auglýsendurnir, og við of
skeytingarlausir. í því efni gætum við lært mikið af ná-
grönnunum. Hjá þeim gæti það ekki átt sér stað, að er-
lend skip sigldu full af innlendum farþegum milli hafna
innanlands. Það mundi ekki líðast, og íbúunum dytti ekki
í hug að nota erlend faratæki til innanlandsferða, væri
um annað að velja. En hér er þetta algengt, og ýmsir sýn-
ast kjósa það frekar. Og umráðamenn skipanna eru óá-
nægðir með þetta og vinna á móti því, en á skipunum,
sem þeir ráða yfir, láta þeir skammta að mestu leyti er-
lent kjöt, þó að það sé ein aðalframleiðsluvara lands-
manna og torseljanleg.
Það þarf að halda margar „íslenzkar vikur“, áður en bót
verður ráðin á þessu sleifarlagi og öðru samskonar, sem
viðgengst, og þótt hvorugt þetta dæmi, sem ég nefndi, valdi
mjög miklu um afkomu þjóðarinnar í heild, getur þetta
ásamt samskonar skeytingarleysi í óteljandi myndum,
valdið því, að hún verði aldrei fjárhagslega sjálfstæð þjóð,
og þá er pólitíska sjálfstæðinu hætt, enda er það þá lítils
virði.
En bráðum hvílir baráttan fyrir því, að íslendingar
verði sjálfstæð þjóð, eingöngu á þeirri æsku, sem nú er
að vaxa upp, og allt veltur á því, hvernig hún snýst við
því verkefni. Og hvernig sem hún gerir það, verður því
aðeins árangur af baráttunni, að hagur lands og þjóðar sé
alltaf ofar í huga en eigin þægindi. Sú eina sanna ætt-
jarðarást og þjóðerniskennd lætur það sjást í verkinu, og
tilfinningin, sem kemur því til leiðar, á ekkert skylt við
þjóðernisrembing og leiðir ekki til neinna styrjalda.