Viðar - 01.01.1936, Side 149
ViðarJ
Nám.
Lesið á skólafundi að Reykjum 1935.
Eftir Jón Sigurðsson frá Yztafelli.
Kæru félagar! Ég ávarpa ykkur svo vegna þess, að mig
langar til þess að eignast sama virðingarnafn og þið hér í
skólanum: að vera nemandi. Málið okkar, hið mjúka og
r.íka, hefir fólgna djúpa speki í orði hverju, ef við höfum
elju rökréttrar hugsunar til að rekja þau til rótar. Lítið
orð getur sýnt okkur inn í undraheim fornra sagna og
þjóðhátta, það getur opnað fyrir okkur skóga hugmynda
og undralendur æfintýra.
Orðið nemandi er hluttaksorð sagnarinnar að nema.
Dauð og köld málfræði. Sögnin sú finnst í öllum ger-
mönskum málum og þýðir alls staðar að taka, eignast,
tileinga sér. Hún hefir tvenna merkingu í íslenzku, að
nema land, sem áður var engum til nytja og að nema
þekkingu, nema tækni, nema og gjöra að eign sinni þá eig-
inleika, sem samtíð okkar, þjóðfélag okkar þarf á að halda
og við sjálfir þurfum með í lífinu, ef við eigum að vera
menn með mönnum.
Hvað er nám? Eigum við að láta okkur lynda að fara
um löndin eldi og marka okkur eignarréttinn, en síðan að
láta landið liggja ónotað? Á landnám eingöngu að vera
fólgið í þeim eignarrétti, sem ver landið fyrir öðrum, en
nytjar eigi sjálfur? Nei, landnám er fólgið í því að gera
óbyggðina að frjósamri sveit. Landneminn hleður garða
úr steinum, byggir hús úr trjánum, gerir óræktarmóinn
að akri, holtin að sléttuðum velli og fúamýri að flæði-
engjum, þar sem störin bylgjast fyrir blænum. Landnem-
inn ryður hraun og byggir brýr, ræstir fram þar sem